BBQ kjúklingasalat með ananas. avókadó og kaldri jógúrtsósu

Sumarlegur grillréttur sem er bæði ferskur og góður!! Djúsí BBQ kjúklingalæri með smá ananas og pínu chili með salati, avókadó, fetaosti, pistasíuhnetum, tómötum og rauðlauk. Sósan setur punktinn yfir i-ið. Létt hvítvín fer líka einstaklega vel með. Fullkomið í sumarveisluna eða bara sem einfaldur kvöldverður.

blank
Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

Kjúklingurinn (fyrir 4)
 700 g Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri
 salt og pipar
 1 msk ólífuolía
 1 dl Hunt´s BBQ sósa
 1 dl smátt skorinn niðursoðinn ananas (með 1-2 msk af safa)
 1 tsk chipotle mauk (má sleppa ef þú vilt mildari útgáfu)
 1 tsk hvítlauksduft
 1 tsk paprikuduft
Jógúrtsósa með lime og steinselju
 200 g grísk jógúrt eða sýrður rjómi
 1 msk majónes
 safi úr 1/2 lime
 1 stk hvítlauksrif pressað eða 1 tsk hvítlauksduft
 1 tsk hunang
 1 msk steinselja
 salt og pipar
Annað sem þarf
 Salat eftir smekk
 1 stk avókadó, skorið í bita
 1/4 rauðlaukur skorinn í bita
 2 dl kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
 1/2 dl ristaðar pistasíu hnetur
 fetaostur eftir smekk (gott að nota hreinan)

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að blanda kjúklingnum saman í skál með BBQ sósu, ananas, ólífuolíu, chipotle mauki, hvítlauksdufti, paprikuduft, salti og pipar. Látið marinerast í a.m.k. 30-60 mínútur – eða yfir daginn ef þið hafið tíma.

2

Hitið grillið vel og penslið það létt með olíu. Grillið kjúklingalærin í 4–5 mínútur á hvorri hlið, eða þar til þau eru elduð í gegn og fallega gljáð.

3

Á meðan kjúklingurinn grillast: blandið saman öllum hráefnum í jógúrtsósuna og smakkið til með salti, pipar og lime. Kælið í ísskáp þar til salatið er tilbúið.

4

Skerið kjúklinginn í strimla eða bita þegar þau eru tilbúin og látið hvíla örlítið.

5

Setjið salat, kirsuberjatómata, rauðlauk, avókadó, kjúklinginn, pistasíur og fetaost  í skál eða á stórt fat.

6

Dreifið sósunni yfir salatið eða berið hana fram til hliðar – og njótið!

SharePostSave

Hráefni

Kjúklingurinn (fyrir 4)
 700 g Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri
 salt og pipar
 1 msk ólífuolía
 1 dl Hunt´s BBQ sósa
 1 dl smátt skorinn niðursoðinn ananas (með 1-2 msk af safa)
 1 tsk chipotle mauk (má sleppa ef þú vilt mildari útgáfu)
 1 tsk hvítlauksduft
 1 tsk paprikuduft
Jógúrtsósa með lime og steinselju
 200 g grísk jógúrt eða sýrður rjómi
 1 msk majónes
 safi úr 1/2 lime
 1 stk hvítlauksrif pressað eða 1 tsk hvítlauksduft
 1 tsk hunang
 1 msk steinselja
 salt og pipar
Annað sem þarf
 Salat eftir smekk
 1 stk avókadó, skorið í bita
 1/4 rauðlaukur skorinn í bita
 2 dl kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
 1/2 dl ristaðar pistasíu hnetur
 fetaostur eftir smekk (gott að nota hreinan)
BBQ kjúklingasalat með ananas. avókadó og kaldri jógúrtsósu