Sumarlegur grillréttur sem er bæði ferskur og góður!! Djúsí BBQ kjúklingalæri með smá ananas og pínu chili með salati, avókadó, fetaosti, pistasíuhnetum, tómötum og rauðlauk. Sósan setur punktinn yfir i-ið. Létt hvítvín fer líka einstaklega vel með. Fullkomið í sumarveisluna eða bara sem einfaldur kvöldverður.

Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að blanda kjúklingnum saman í skál með BBQ sósu, ananas, ólífuolíu, chipotle mauki, hvítlauksdufti, paprikuduft, salti og pipar. Látið marinerast í a.m.k. 30-60 mínútur – eða yfir daginn ef þið hafið tíma.
Hitið grillið vel og penslið það létt með olíu. Grillið kjúklingalærin í 4–5 mínútur á hvorri hlið, eða þar til þau eru elduð í gegn og fallega gljáð.
Á meðan kjúklingurinn grillast: blandið saman öllum hráefnum í jógúrtsósuna og smakkið til með salti, pipar og lime. Kælið í ísskáp þar til salatið er tilbúið.
Skerið kjúklinginn í strimla eða bita þegar þau eru tilbúin og látið hvíla örlítið.
Setjið salat, kirsuberjatómata, rauðlauk, avókadó, kjúklinginn, pistasíur og fetaost í skál eða á stórt fat.
Dreifið sósunni yfir salatið eða berið hana fram til hliðar – og njótið!