Grillaðir kjúklingaleggir með Tandoori sósu og hrísgrjónum

Það er bæði einfalt og ódýrt að grilla kjúklingaleggi og ég þori að fullyrða að þessi uppskrift sé ein af þeim betri. Ég ákvað að snyrta leggina og útbúa „lollipop“ eða sleikjó skurð á þeim, en þá er húðin af leggunum skorin frá og kjötinu þrýst niður þannig að leggurinn minnir helst á sleikjó.
Þetta er auðvitað hinn mesti óþarfi en kjúklingurinn smakkast einhvern veginn betur þegar hann er hanteraður á þennan hátt. Ég marineraði leggina í smástund áður en ég grillaði þá og penslaði svo extra tandoori sósu á þá. Meðlætið voru basmati hrísgrjón og tandoori sósa til að dýfa leggjunum í. Gæti ekki verið þægilegra!

Skoða nánar
 

Crunch Wrap

Hér er á ferðinni stökk en sama tíma mjúk vefja sem er tilvalin fyrir Taco þriðjudaga.

Skoða nánar
 

Grilluð Satay nautaspjót með chili & kóríander

Satay er mitt allra uppáhalds þegar kemur að asískum mat. Það er eitthvað við þessa blöndu af hnetusmjöri, chili, sojasósu og fleiri krydd sem er alveg ómótstæðilegt. Ég geri oft satay sósu frá grunni en þegar ég vil flýta fyrir mér gríp ég í tilbúnu sósuna frá Blue dragon. Hún er svo ljómandi góð og passar með svo mörgu. Ég hef notað hana með kjúklingi, fiski og nautakjöti og alltaf kemur það vel út.
Hérna notaði ég sósuna bæði sem marineringu og til þess að bera fram með kjötinu og hrísgrjónunum og það kom ótrúlega vel út. Mér finnst oft gott að poppa aðeins upp tilbúnar sósur með því sem ég á til en það þarf í rauninni ekki og þá er rétturinn enn einfaldari!

Skoða nánar
 

Steikartaco

Grillað nautakjöt í tacos með havartí osti, lauk, salati, tómötum og léttri kóríander- og graslaukssósu er algjört nammi!

Skoða nánar
 

Tataki-nautakjöt að ítölskum hætti

Áttu von á gestum og veist ekki hvað þú átt að bera á borð? Þessi miðjarðarhafsútgáfa af japanskri hefð á eftir að vekja athygli. „Tataki“ er hefðbundin japönsk eldunaraðferð þar sem kjötsneiðar eru kryddaðar í bragðmikilli marineringu áður en þær eru steiktar við háan hita. Útkoman er ljúffengt karamelíserað yfirborð með safaríkri og létteldaðri miðju.

Skoða nánar
 

Nautapottréttur í rauðvínssósu

Kósý vetraruppskriftir klikka seint og alltaf gaman að prófa nýjar útfærslur af slíkum. Það er óhætt að segja þetta sé sannkölluð fjölskyldumáltíð sem allir kunna að meta.

Skoða nánar
 

BBQ svínarif með sumarsalsa

Þrátt fyrir að veðrið þessa dagana minni fremur á haust en sumar víða á landinu má alltaf elda sumarlegan mat og fá með því sól í hjarta! Þessi réttur er sannarlega einn af þeim og þessi rif eru þau allra bestu!

Skoða nánar