DSC02492
DSC02492

Vinsæla Tuc kakan með þeyttum rjóma og ferskum berjum

  ,

júlí 1, 2019

Þetta er ein af þessum einföldu og fersku sumaruppskriftum sem hægt er að leika sér með.

Hráefni

1 pakki TUC kex

3 eggjahvítur

2 dl sykur

100 g möndlur eða heslihnetur, má sleppa

1 tsk lyftiduft

250 ml rjómi

250 g fersk ber, t.d. bláber eða jarðaber

Leiðbeiningar

1Þeytið eggjahvítur og sykur mjög vel saman þar til blandan er orðin létt og ljóst.

2Myljið kexið og blandið saman við marengsinn ásamt lyftidufti og söxuðum hnetum ef þið notið þær.

3Setjið smjörpappír í 20-22cm bökunarform og látið marengsinn þar í.

4Setjið í 175°c heitan ofn í 25 mínútur.

5Takið úr ofni og látið standa á borðinu þar til marengsinn hefur kólnað lítillega.

6Þeytið rjóma og setjið yfir marengsinn og skreytið með ferskum berjum.

GRGS uppskrift.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_5782

Spínat og ostafylltar smjördeigsbollur

Þessar spínat og ostafylltu smjördeigsbollur eru hreint út sagt tryllt góðar!

MG_8646-819x1024

Örlítið hollari súkkulaðibita kökur

Góðar súkkulaðibita kökur eins og þær eiga að vera, nema úr örlítið hollari innihaldsefnum, fullkomið ef þú spyrð mig!

Processed with VSCO with  preset

Algjörlega ótrúlegir kókosbitar

Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.