fbpx

Trufflaðar Oreo trufflur með Daim hjúp

Oreo fylling, með Milka súkkulaðikjarna og muldu Daim utan um……úff sko útkoman er truffluð.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 x 100 gr pokar af Daim kurli
 425 gr Oreo kexkökur
 225 gr Philadelphia Original rjómaostur
 1 tsk vanillu Extract eða vanilludropar
 1/2 tsk fínt borðsalt
 500 gr Milka hreint súkkulaði

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að mala Daim kurlið í blandara og leggjið til hliðar á disk

2

Setjið næst Oreo kexið í blandara eða matvinnsluvél og malið alveg að mylsnu og leggjið til hliðar

3

Setjið næst Phildelphia ost, vanilludropa og salt í hrærivél með hræraranum, ekki þeytaranum

4

Hrærið vel saman þar til er orðið loftkennt og létt

5

Bætið þá Oreo mylsnunni út í og hrærið þar til er orðið dökkt og vel blandað saman

6

Mótið svo kúlur úr maukinu á stærð við kókoskúlur kannski ögn minni

7

Setjið í frystir í 30 mínútur minnst, ef mikið lengur breiðið þá plast yfir

8

Þegar þið ætlið að súkkulaðihúða kúlurnar er best að bræða Milka súkkulaðið yfir vatnsbaði

9

Dýfið svo hverri kúlu í súkkulaðið og svo beint ofan í Daim mylsnuna og passið að það fari vel á allan hringinn

10

Setjið svo hverja kúlu á bökunarplötu með smjörpappa og leyfið súkkulaðinu að storkna

11

Þá er best að setja þær í ílát og inn í frystir þar sem er best að geyma þær og taka svo út rétt áður en á að neyta


Uppskrift frá Maríu hjá paz.is

DeilaTístaVista

Hráefni

 4 x 100 gr pokar af Daim kurli
 425 gr Oreo kexkökur
 225 gr Philadelphia Original rjómaostur
 1 tsk vanillu Extract eða vanilludropar
 1/2 tsk fínt borðsalt
 500 gr Milka hreint súkkulaði

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að mala Daim kurlið í blandara og leggjið til hliðar á disk

2

Setjið næst Oreo kexið í blandara eða matvinnsluvél og malið alveg að mylsnu og leggjið til hliðar

3

Setjið næst Phildelphia ost, vanilludropa og salt í hrærivél með hræraranum, ekki þeytaranum

4

Hrærið vel saman þar til er orðið loftkennt og létt

5

Bætið þá Oreo mylsnunni út í og hrærið þar til er orðið dökkt og vel blandað saman

6

Mótið svo kúlur úr maukinu á stærð við kókoskúlur kannski ögn minni

7

Setjið í frystir í 30 mínútur minnst, ef mikið lengur breiðið þá plast yfir

8

Þegar þið ætlið að súkkulaðihúða kúlurnar er best að bræða Milka súkkulaðið yfir vatnsbaði

9

Dýfið svo hverri kúlu í súkkulaðið og svo beint ofan í Daim mylsnuna og passið að það fari vel á allan hringinn

10

Setjið svo hverja kúlu á bökunarplötu með smjörpappa og leyfið súkkulaðinu að storkna

11

Þá er best að setja þær í ílát og inn í frystir þar sem er best að geyma þær og taka svo út rétt áður en á að neyta

Trufflaðar Oreo trufflur með Daim hjúp

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
AspasbrauðrétturBrauðréttur sem er tilvalinn á veisluborðið eða bara í kvöldmatinn. Hægt er að græja fyllinguna deginum á undan se getur…
MYNDBAND
SúkkulaðisælaHér er á ferðinni súkkulaðisæla sem er í líkingu við hjónabandssælu en í staðinn fyrir sultuna er notuð dásamleg súkkulaðismyrja