Trufflaðar Oreo trufflur með Daim hjúp

    

nóvember 23, 2020

Oreo fylling, með Milka súkkulaðikjarna og muldu Daim utan um……úff sko útkoman er truffluð.

Hráefni

4 x 100 gr pokar af Daim kurli

425 gr Oreo kexkökur

225 gr Philadelphia Original rjómaostur

1 tsk vanillu Extract eða vanilludropar

1/2 tsk fínt borðsalt

500 gr Milka hreint súkkulaði

Leiðbeiningar

1Byrjið á að mala Daim kurlið í blandara og leggjið til hliðar á disk

2Setjið næst Oreo kexið í blandara eða matvinnsluvél og malið alveg að mylsnu og leggjið til hliðar

3Setjið næst Phildelphia ost, vanilludropa og salt í hrærivél með hræraranum, ekki þeytaranum

4Hrærið vel saman þar til er orðið loftkennt og létt

5Bætið þá Oreo mylsnunni út í og hrærið þar til er orðið dökkt og vel blandað saman

6Mótið svo kúlur úr maukinu á stærð við kókoskúlur kannski ögn minni

7Setjið í frystir í 30 mínútur minnst, ef mikið lengur breiðið þá plast yfir

8Þegar þið ætlið að súkkulaðihúða kúlurnar er best að bræða Milka súkkulaðið yfir vatnsbaði

9Dýfið svo hverri kúlu í súkkulaðið og svo beint ofan í Daim mylsnuna og passið að það fari vel á allan hringinn

10Setjið svo hverja kúlu á bökunarplötu með smjörpappa og leyfið súkkulaðinu að storkna

11Þá er best að setja þær í ílát og inn í frystir þar sem er best að geyma þær og taka svo út rétt áður en á að neyta

Uppskrift frá Maríu hjá paz.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.