fbpx

Tortillaskálar með grilluðum tígrisrækjum, avokadó og sýrðum rjóma

Brjálæðislega góðar grillaðar tígrisrækjur bornar fram í tortillaskálum.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 poki tígrisrækjur frá Sælkerafiski (14 rækjur í pokanum)
 1/2 dl Blue Dragon Satay sósa
 litlar tortillaskálar
 sýrður rjómi
 lime
 avokadó
 ferskt kóriander
 salt

Leiðbeiningar

1

Látið rækjurnar þiðna í ísskáp, skolið þær síðan og þerrið vel. Látið rækjurnar í skál og hellið sósunni yfir þær. Látið standa í 30 mínútur. Þræðið rækjurnar upp á spjót og grillið.

2

Setjið sýrðan rjóma í botn á tortillaskál. Skerið avokadó í smáa bita og kreistið limesafa yfir. Setjið nokkra avokadóbita yfir sýrða rjómann. Skerið tígrisrækjuna í tvennt og setjið yfir. Stráið fersku kóriander og góðu salti yfir og berið strax fram.


Uppskrift frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit.

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 poki tígrisrækjur frá Sælkerafiski (14 rækjur í pokanum)
 1/2 dl Blue Dragon Satay sósa
 litlar tortillaskálar
 sýrður rjómi
 lime
 avokadó
 ferskt kóriander
 salt

Leiðbeiningar

1

Látið rækjurnar þiðna í ísskáp, skolið þær síðan og þerrið vel. Látið rækjurnar í skál og hellið sósunni yfir þær. Látið standa í 30 mínútur. Þræðið rækjurnar upp á spjót og grillið.

2

Setjið sýrðan rjóma í botn á tortillaskál. Skerið avokadó í smáa bita og kreistið limesafa yfir. Setjið nokkra avokadóbita yfir sýrða rjómann. Skerið tígrisrækjuna í tvennt og setjið yfir. Stráið fersku kóriander og góðu salti yfir og berið strax fram.

Tortillaskálar með grilluðum tígrisrækjum, avokadó og sýrðum rjóma

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
USA kjúklingurÍ sumar pantaði ég grillaðan kjúkling á einum af veitingastöðunum þar og fékk í fyrsta sinn „Creamy Corn“ eða rjómakennt…