Toblerone bollakökur

  ,   

apríl 30, 2019

Hér eru á ferðinni einar bestu bollakökur sem ég hef bakað. Smakkendur gáfu henni allt að 10+ í einkunn svo mig grunar að þessi verði bökuð reglulega á þessu heimili.

Hráefni

Bollakökur

80 g Toblerone

80 g suðusúkkulaði

40 g Cadbury bökunarkakó

110 ml kaffi frá Te & Kaffi

2 egg

2 tsk vanilludropar

120 g hveiti

120 g sykur

½ tsk salt

½ tsk matarsódi

6 msk matarolía frá Filippo Berio

Krem og skreyting

130 g smjör við stofuhita

3 msk Cadbury bökunarkakó

400 g flórsykur

100 g brætt Toblerone

2 tsk vanilludropar

4 msk kaffi frá Te & Kaffi

12 stk Toblerone bitar og um 100 g af söxuðu Toblerone til skrauts

Leiðbeiningar

Bollakökur

1Hitið ofninn 175°C.

2Bræðið Toblerone og suðusúkkulaði saman og setjið í hrærivélarskál ásamt bökunarkakó og kaffi og blandið vel.

3Pískið eggin saman og bætið vanilludropunum saman við þau og hellið öllu saman við súkkulaðiblönduna.

4Setjið hveiti, sykur, salt og matarsóda í skál og blandið saman við súkkulaðiblönduna ásamt matarolíunni.

5Skiptið niður í 12 bollakökuform og bakið í um 20 mínútur.

Krem og skreyting

1Þeytið saman smjör og bökunarkakó og bætið flórsykrinum saman við á víxl við brætt Toblerone, vanilludropa og kaffi.

2Skafið nokkrum sinnum niður á milli og setjið í sprautupoka þegar vel slétt og fellt.

3Gott er að nota hringlaga stút um 1,5 cm í þvermál og fara tvo hringi.

4Síðan er söxuðu Toblerone þrýst létt upp á neðri hlutann og einum bita af Toblerone stungið í toppinn til að skreyta.

Uppskrift frá Gotterí.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Dúnamjúk hafrakaka með grillaðri kókoskaramellu

Það er eitthvað við hafra í bakstri, mér einfaldlega finnst þeir gera allt betra. Þessi kaka er hreinlega ein þeirra sem fólk kolfellur fyrir.

Vegan brownies með kókossúkkulaði

Kjúklingabauna brownies. Hljómar kannski ekki spennandi en það er bara ekki snefill af baunabragði. Heldur bara mjúkar, bragðgóðar kökur sem engum dettur í hug að innihaldi eitthvað annað en þetta hefðbundna eins og hveiti og hvítan sykur.

Kryddbrauð – lífrænt og vegan

Virkilega einföld auk þess að vera vegan. Þetta brauð nær sjaldnast að kólna áður en það klárast og er orðið einhversskonar hornsteinn þess sem til er í eldhúsinu.