Toblerone bollakökur

  ,   

apríl 30, 2019

Hér eru á ferðinni einar bestu bollakökur sem ég hef bakað. Smakkendur gáfu henni allt að 10+ í einkunn svo mig grunar að þessi verði bökuð reglulega á þessu heimili.

Hráefni

Bollakökur

80 g Toblerone

80 g suðusúkkulaði

40 g Cadbury bökunarkakó

110 ml kaffi frá Te & Kaffi

2 egg

2 tsk vanilludropar

120 g hveiti

120 g sykur

½ tsk salt

½ tsk matarsódi

6 msk matarolía frá Filippo Berio

Krem og skreyting

130 g smjör við stofuhita

3 msk Cadbury bökunarkakó

400 g flórsykur

100 g brætt Toblerone

2 tsk vanilludropar

4 msk kaffi frá Te & Kaffi

12 stk Toblerone bitar og um 100 g af söxuðu Toblerone til skrauts

Leiðbeiningar

Bollakökur

1Hitið ofninn 175°C.

2Bræðið Toblerone og suðusúkkulaði saman og setjið í hrærivélarskál ásamt bökunarkakó og kaffi og blandið vel.

3Pískið eggin saman og bætið vanilludropunum saman við þau og hellið öllu saman við súkkulaðiblönduna.

4Setjið hveiti, sykur, salt og matarsóda í skál og blandið saman við súkkulaðiblönduna ásamt matarolíunni.

5Skiptið niður í 12 bollakökuform og bakið í um 20 mínútur.

Krem og skreyting

1Þeytið saman smjör og bökunarkakó og bætið flórsykrinum saman við á víxl við brætt Toblerone, vanilludropa og kaffi.

2Skafið nokkrum sinnum niður á milli og setjið í sprautupoka þegar vel slétt og fellt.

3Gott er að nota hringlaga stút um 1,5 cm í þvermál og fara tvo hringi.

4Síðan er söxuðu Toblerone þrýst létt upp á neðri hlutann og einum bita af Toblerone stungið í toppinn til að skreyta.

Uppskrift frá Gotterí.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir