Tandoori risarækjur

  , ,   

júlí 22, 2019

Hinn fullkomni smáréttur.

  • Fyrir: 4

Hráefni

Rækjur

2 pakkar risarækjur, frá Sælkerafiski

2 msk sítrónusafi

1 tsk sjávarsalt

4 msk smjör, brætt

grillpinnar

Tandoori marinering

200 g grísk jógúrt

3 hvítlauksrif, smátt saxað

3 cm engiferbútur, rifinn

2 tsk chilíduft

1 tsk paprikuduft

1 tsk Garam masala

1 tsk timían

Leiðbeiningar

1Þerrið rækjurnar og setjið í skál með sítrónusafa og sjávarsalti. Geymið í 20 mínútur.

2Blandið hráefnum fyrir marineringuna saman í skál og látið risarækjurnar saman við. Marinerið í kæli í 2 klst.

3Þræðið risarækjurnar upp á grillteina og grillið í um 3-4 mínútur á hvorri hlið. Penslið báðar hliðar með smjöri á grilltímanum.

4Berið fram með salati og sítrónubátum.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu sem þú átt eftir að elska!