Tælensk súpa á 15 mínútum

    

nóvember 11, 2015

Ofurholl og hrikalega bragðgóð tælensk súpa á 15 mínútum.

  • Undirbúningur: 5 mín
  • Eldun: 10 mín
  • 5 mín

    10 mín

    15 mín

Hráefni

3 hvítlauksrif, söxuð

2 msk engifer, rifið

2 msk rautt karrý mauk, red curry paste frá Blue dragon

2 msk kókosolía

950 ml kjúklingasoð (eða vatn og 1-2 kjúklingateningar)

720 ml kókosmjólk

100-200 g hrísgrjónanúðlur, má sleppa

Til skreytingar

t.d. kóríander, chilí, eða vorlaukur

Leiðbeiningar

1Blandið saman hvítlauk, engifer og karrýmauki og maukið saman. Bætið kókosolíunni saman við og hrærið vel.

2Hellið karrýkókosmaukinu í stóran pott við og léttsteikið við meðalhita í 1-2 mínútur. Bætið þá kjúklingasoðinu saman við og síðan kókosmjólkinni. Kryddið með salti og pipar að eigin smekk.

3Ef þið notið hrísgrjónanúðlur látið þær liggja í heitu vatni og mýkjast og bætið þeim síðan saman við.

4Skreytið með kóríander, chilí og/eða vorlauk.

5Það er jafnframt hægt að bæta við kjúklingi eða risarækjum.

Uppskrift frá GulurRauðurGrænn&Salt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kókos fiskisúpa

Einföld, fljótleg og bragðgóð súpa full af sjávarfangi.

Asísk núðlusúpa með gyoza og grænmeti

Það er fátt betra en heit og bragðmikil núðlusúpa, svo ég tali nú ekki um ef hún er toppuð með bragðgóðum dumplings.

Bragðgóð og matarmikil mexíkósk súpa

Fljótleg, bragðmikil og matarmikil súpa sem er án kjöts en stútfull af próteinum og öðrum næringarefnum sem gera okkur hraust og geislandi af heilbrigði.