IMG_4391
IMG_4391

Tælensk súpa á 15 mínútum

    

nóvember 11, 2015

Ofurholl og hrikalega bragðgóð tælensk súpa á 15 mínútum.

  • Undirbúningur: 5 mín
  • Eldun: 10 mín
  • 5 mín

    10 mín

    15 mín

Hráefni

3 hvítlauksrif, söxuð

2 msk engifer, rifið

2 msk rautt karrý mauk, red curry paste frá Blue dragon

2 msk kókosolía

950 ml kjúklingasoð (eða vatn og 1-2 kjúklingateningar)

720 ml kókosmjólk

100-200 g hrísgrjónanúðlur, má sleppa

Til skreytingar

t.d. kóríander, chilí, eða vorlaukur

Leiðbeiningar

1Blandið saman hvítlauk, engifer og karrýmauki og maukið saman. Bætið kókosolíunni saman við og hrærið vel.

2Hellið karrýkókosmaukinu í stóran pott við og léttsteikið við meðalhita í 1-2 mínútur. Bætið þá kjúklingasoðinu saman við og síðan kókosmjólkinni. Kryddið með salti og pipar að eigin smekk.

3Ef þið notið hrísgrjónanúðlur látið þær liggja í heitu vatni og mýkjast og bætið þeim síðan saman við.

4Skreytið með kóríander, chilí og/eða vorlauk.

5Það er jafnframt hægt að bæta við kjúklingi eða risarækjum.

Uppskrift frá GulurRauðurGrænn&Salt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

DSC05463 (Large)

Besta blómkálssúpan – Vegan

Rjómakennd vegan blómkálssúpa.

IMG_0836

Mexíkósk kjúklingasúpa með rjómaosti og salsasósu

Þessi súpa yljar á köldum vetrarkvöldum.

DSC04049 (Large)

Kókos karrýsúpa (vegan)

Einföld og bragðgóð vegan grænmetis karrý súpa.