Syndsamlegt súkkulaðikrem

  ,   

september 10, 2019

Syndsamlega gott súkkulaðikrem með rjómaosti og kaffi.

Hráefni

Súkkulaðikrem

200 g Philadelphia rjómaostur

200 g smjör, við stofuhita

3 dl flórsykur

3 msk Cadbury kakó

300 g Milka Alpine Milk súkkulaði

4 msk Te & Kaffi Espresso Roma kaffi

½ tsk Rapunzel vanilluduft

Súkkulaðibotnar

2 bollar sykur

1 3/4 bollar hveiti

3/4 bolli Cadbury kakó

1 1/2 tsk lyftiduft

1 1/2 tsk matarsódi

1 tsk salt

2 egg

1 bolli mjólk

1/2 bolli Wesson olía

2 tsk vanilludropar

1 bolli sjóðandi vatn

Leiðbeiningar

Súkkulaðibotnar

1Hitið ofninn í 175° og smyrjið 2 bökunarform með smjöri.

2Hrærið saman sykri, hveiti, kakói, lyftidufti, matarsóda og salti.

3Bætið eggjum, mjólk, olíu og vanillu út í og hrærið á miðlungs hraða á hrærivél í 2 mínútur.

4Hrærið sama við sjóðandi vatni (degið verður þunnt við þetta).

5Hellið deginu í bökunarformin og bakið í 30-35 mínútur.

6Látið kökuna kólna vel áður en kremið er sett á.

Súkkulaðikrem

1Blandið öllum hráefnunum vel saman í hrærivél.

2Setjið kremið á milli botnanna og ofan á kökuna, t.d. með sprautupoka.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Dúnamjúk hafrakaka með grillaðri kókoskaramellu

Það er eitthvað við hafra í bakstri, mér einfaldlega finnst þeir gera allt betra. Þessi kaka er hreinlega ein þeirra sem fólk kolfellur fyrir.

Vegan brownies með kókossúkkulaði

Kjúklingabauna brownies. Hljómar kannski ekki spennandi en það er bara ekki snefill af baunabragði. Heldur bara mjúkar, bragðgóðar kökur sem engum dettur í hug að innihaldi eitthvað annað en þetta hefðbundna eins og hveiti og hvítan sykur.

Kryddbrauð – lífrænt og vegan

Virkilega einföld auk þess að vera vegan. Þetta brauð nær sjaldnast að kólna áður en það klárast og er orðið einhversskonar hornsteinn þess sem til er í eldhúsinu.