Syndsamlegt súkkulaðikrem

  ,   

september 10, 2019

Syndsamlega gott súkkulaðikrem með rjómaosti og kaffi.

Hráefni

Súkkulaðikrem

200 g Philadelphia rjómaostur

200 g smjör, við stofuhita

3 dl flórsykur

3 msk Cadbury kakó

300 g Milka Alpine Milk súkkulaði

4 msk Te & Kaffi Espresso Roma kaffi

½ tsk Rapunzel vanilluduft

Súkkulaðibotnar

2 bollar sykur

1 3/4 bollar hveiti

3/4 bolli Cadbury kakó

1 1/2 tsk lyftiduft

1 1/2 tsk matarsódi

1 tsk salt

2 egg

1 bolli mjólk

1/2 bolli Wesson olía

2 tsk vanilludropar

1 bolli sjóðandi vatn

Leiðbeiningar

Súkkulaðibotnar

1Hitið ofninn í 175° og smyrjið 2 bökunarform með smjöri.

2Hrærið saman sykri, hveiti, kakói, lyftidufti, matarsóda og salti.

3Bætið eggjum, mjólk, olíu og vanillu út í og hrærið á miðlungs hraða á hrærivél í 2 mínútur.

4Hrærið sama við sjóðandi vatni (degið verður þunnt við þetta).

5Hellið deginu í bökunarformin og bakið í 30-35 mínútur.

6Látið kökuna kólna vel áður en kremið er sett á.

Súkkulaðikrem

1Blandið öllum hráefnunum vel saman í hrærivél.

2Setjið kremið á milli botnanna og ofan á kökuna, t.d. með sprautupoka.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Einföld skúffukaka

Góð skúffukaka er algjör klassík! Það má síðan sannarlega skreyta hana eftir tilefni og nú þegar Hrekkjavakan nálgast var gaman að leika sér með beinagrindahlaup og Oreo til að búa til „mold“ yfir kremið.

Tyrkisk Peber nammibitar

Þessir nammibitar eru himneskir. Rice krispies, Dumle karamellur, Tyrkisk Peber soft and salty og Milka rjómasúkkulaði - ó vá þetta getur ekki klikkað! Þeir slóu algjörlega í gegn hjá þeim sem smökkuðu. Hentar vel að útbúa bitana með fyrirvara og geyma í frystinum. Mæli mikið með!

Vegan New York ostakaka með jarðarberjum

Af því að ostakökur eru hreinlega bestar varð ég að gera vegan útgáfu af New York ostaköku. Þær eru gjarnan bakaðar en ég vildi þó hafa þessa hráa og bera fram með jarðarberjum....