Súpa með sveppum og ætiþistlum

  

nóvember 23, 2015

Sígild sveppasúpa sem fljótlegt er að skella í.

  • Fyrir: 10

Hráefni

200 g ætiþistlar

250 g sveppir

5 dl léttmjólk

1,8 ltr vatn

120 g OSCAR Sveppasúpa, paste

½ stk sítróna, safinn úr hálfri sítrónu

200 g steikt beikon í bitum

200 g steiktir sveppir

Leiðbeiningar

1Ætiþistlar og sveppir eru skornir niður og eldaðir í vatninu og mjólkinni.

2Þegar ætiþislarnir og sveppirnir eru farnir að eldast þá er sveppasúpupasteinu bætt út í.

3Súpan á að sjóða í 4 mínútur og smakkast til með sítrónusafanum.

4Til að laga þykkt súpunnar er hægt að nota Oscar kjúklingakraft eða vatn.

5Súpan er borin fram með stökku beikoni og sveppum.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Bragðmikil sætkartöflusúpa með hvítlauk og límónu

Hún er vegan og lífræn og hentar vel þeim sem eru með einhvers konar óþol. Ég mauka hana með töfrasprota en það er óþarfi ef hann er ekki til á heimilinu.

Kókos fiskisúpa

Einföld, fljótleg og bragðgóð súpa full af sjávarfangi.

Asísk núðlusúpa með gyoza og grænmeti

Það er fátt betra en heit og bragðmikil núðlusúpa, svo ég tali nú ekki um ef hún er toppuð með bragðgóðum dumplings.