fbpx

Súkkulaði bollakökur

Sælkerabollakökur sem allir geta gert.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Bollakökur
 140 g hveiti
 70 g Cadbury bökunarkakó
 1 tsk. matarsódi
 1 tsk. lyftiduft
 ½ tsk. salt
 4 egg
 150 g sykur
 150 g púðursykur
 120 ml olía
 3 tsk. vanilludropar
 180 ml súrmjólk
Krem
 260 g smjör við stofuhita
 470 g flórsykur
 60 g Cadbury bökunarkakó
 50 ml rjómi
 ½ tsk. salt
 2 tsk. vanilludropar

Leiðbeiningar

Bollakökur
1

Hitið ofninn í 170°C og gerið bollakökuform tilbúin. Best finnst mér að setja pappaform ofan í álform til að lögunin haldi sér betur.

2

Setjið hveiti, kakó, matarsóda, lyftiduft og salt saman í skál, blandið saman og leggið til hliðar.

3

Hrærið öllum öðrum hráefnum saman í skál og blandið þurrefnunum saman við í nokkrum skömmtum og skafið niður á milli.

4

Skiptið deiginu á milli bollakökuformanna, fyllið þau rétt rúmlega til hálfs og bakið í um 18-20 mínútur.

Krem
5

Sigtið saman flórsykur og bökunarkakó og leggið til hliðar.

6

Þeytið smjörið þar til það er létt og ljóst og bætið öðrum hráefnum saman við í nokkrum skömmtum, þurrefni og rjóma á víxl.

7

Þegar silkimjúkt súkkulaðikrem hefur myndast má setja það í sprautupoka með stórum stjörnustút (til dæmis 1M frá Wilton) og sprauta vel af kremi á hverja köku.

8

Fallegt er síðan að skreyta með kökuskrauti, sælgæti og brúðarslöri.


Uppskrift frá Gotterí.

MatreiðslaMerking, ,

DeilaTístaVista

Hráefni

Bollakökur
 140 g hveiti
 70 g Cadbury bökunarkakó
 1 tsk. matarsódi
 1 tsk. lyftiduft
 ½ tsk. salt
 4 egg
 150 g sykur
 150 g púðursykur
 120 ml olía
 3 tsk. vanilludropar
 180 ml súrmjólk
Krem
 260 g smjör við stofuhita
 470 g flórsykur
 60 g Cadbury bökunarkakó
 50 ml rjómi
 ½ tsk. salt
 2 tsk. vanilludropar

Leiðbeiningar

Bollakökur
1

Hitið ofninn í 170°C og gerið bollakökuform tilbúin. Best finnst mér að setja pappaform ofan í álform til að lögunin haldi sér betur.

2

Setjið hveiti, kakó, matarsóda, lyftiduft og salt saman í skál, blandið saman og leggið til hliðar.

3

Hrærið öllum öðrum hráefnum saman í skál og blandið þurrefnunum saman við í nokkrum skömmtum og skafið niður á milli.

4

Skiptið deiginu á milli bollakökuformanna, fyllið þau rétt rúmlega til hálfs og bakið í um 18-20 mínútur.

Krem
5

Sigtið saman flórsykur og bökunarkakó og leggið til hliðar.

6

Þeytið smjörið þar til það er létt og ljóst og bætið öðrum hráefnum saman við í nokkrum skömmtum, þurrefni og rjóma á víxl.

7

Þegar silkimjúkt súkkulaðikrem hefur myndast má setja það í sprautupoka með stórum stjörnustút (til dæmis 1M frá Wilton) og sprauta vel af kremi á hverja köku.

8

Fallegt er síðan að skreyta með kökuskrauti, sælgæti og brúðarslöri.

Súkkulaði bollakökur

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…