Stökkur nachos kjúklingaborgari

  

mars 23, 2020

Geggjaður kjúklingaborgari

Hráefni

700 g kjúklingalæri frá Rose Poultry

60 g hveiti

60 g nachos flögur, t.d. frá Mission

40 g brauðrasp,mæli með Panko

2 tsk chilikrydd

1 tsk cumin (ath ekki kúmen)

1 tsk salt

1/2 tsk paprikukrydd

1/2 tsk hvítlauksduft

pipar

1 egg

60 ml safi úr jalapeno krukku

olía

salt og pipar

Annað

Hamborgararbrauð

Guagamole

Rauðlaukur

Salat

Heinz mayonnaise

Leiðbeiningar

1Setjið hveiti í eina skál.

2Látið egg og safa frá jalapeno í aðra skál og hrærið saman.

3Í þá þriðju setjið þið muldar nachos flögur, brauðrasp, chilíkrydd, cumin, salt, paprikukrydd, hvítlauksduft og pipar og blandið vel saman.

4Dýfið kjúklingalæri fyrst í hveiti, þá eggjablönduna og að lokum í nachosmulninginn. Setjið á bökunarplötu með smjörpappir og dreypið smá af ólífuolíu yfir kjúklinginn. Endurtakið með hin kjúklingalærin.

5Eldið í 210°c heitum ofni i 25-30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.

6Hitið hamborgarabrauð og smyrjið með ríflegu magni af majonesi. Setjið meðlæti að eigin vali á brauðið og endið með kjúklinginum.

Uppskrift frá GRGS.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Svartbaunaborgari með fetaosti og sriracha jógúrtsósu

Sælkeraborgari fyrir grænkera.

Bragðmikill BBQ svartbaunaborgari

Þessir borgarar eru ótrúlega einfaldir og bragðgóðir. Það skemmir svo auðvitað ekki fyrir að þeir eru bráðhollir og vegan án þess að gefa nokkuð eftir í djúsíheitum.

Jalapenó osta fylltir grillaðir bbq hamborgarar

Jalapenó osta fylltir grillaðir BBQ hamborgarar eru ótrúlega djúsí og fyrst og fremst hrikalega bragðgóðir.