Smjörkjúklingur með kexmulningi

  

ágúst 27, 2020

Kjúklingabringur hjúpaðar með Tuc kexi

Hráefni

4 kjúklingabringur, frá Rose Poultry

2 egg, léttþeytt

1 pakki Tuc kex

120 g smjör

1 tsk hvítlaukssalt

svartur pipar

Leiðbeiningar

1Myljið kexið smátt niður. Setjið hvítlaukskrydd, salt og pipar saman við.

2Setjið eggin í skál og léttþeytið.

3Dýfið kjúklingabringunum fyrst í eggjablönduna og veltið þá upp úr kexmulningnum. Setjið í ofnfast mót.

4Skerið smjörið í bita og látið yfir kjúklingabringurnar.

5Látið í 160°c heitan ofn í um 45 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Uppskrift frá Berglindi hjá grgs.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingaréttur með grænmeti og balsamik rjómasósu

Æðislegur kjúklingaréttur sem einfalt er að gera.

Litríkt salat með dumplings og japanskri dressingu

Hér er á ferðinni alveg ótrúlega einfaldur og fljótlegur réttur. Hentar vel sem forréttur eða léttur kvöldverður.

Kjúklingur í karrí og Kókos

Afar fljótlegur og gómsætur kjúklingur í Karrý og kókos sem er æðislegur með hrísgrjónum. Þennan er gott að gera í meira magni og hita upp í hádeginu daginn eftir!