Pizza með tígrisrækjum

  ,

nóvember 16, 2015

Pizza með tígrisrækjum og mozzarellaosti.

Hráefni

1 poki tígrisrækjur (sælkerafiskur)

ferskt pizzadeig

50g rifin mozzarellaostur

1 chili-gróft skorið

3msk hvítlauksolía

2 stilkar mynta-gróft söxuð

2 stilkar kóríander-gróft saxað

1/2 límóna

Leiðbeiningar

1Hitið ofninn í 250 gráður.

2Fletjið pizzudeigið og smyrjið það varlega með hvítlauksolíunni.

3Dreifið mozzarellaostinum yfir.

4Raðið rækjunum á deigið ásamt chili.

5Bakið í ca 12 mínútur, eða þar til kantarnir eru orðnir gullinbrúnir og stökkir.

6Stráið kryddjurtunum því næst yfir og kreistið safann úr límónunni.

Uppskrift frá Ólafi Ágústssyni úr Sælkerafiskur allt árið.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Camembert pizza með trönuberjasósu

Girnilega ostapizza sem auðvelt er að gera.

Græn og gómsæt pizza

Þessi pizza er svo ljúffeng að þið verðið eiginlega að prófa hana!

Heimsins besta blómkálspizza með rjómaosti, parmaskinku, chilí og döðlum

Pizza með blómkálsbotni og djúsí áleggi, getur ekki klikkað