Pestósnúðar

  ,   

október 30, 2018

Sælkerasnúðar með rjómaosti og pestói.

Hráefni

Deig

75 g smjör eða smjörlíki

2 ½ dl mjólk

½ bréf þurrger

1 msk sykur

½ tsk salt

1 tsk kardimommudropar

500 g hveiti

*Einnig hægt að nota tilbúið rúlludeig*

Fylling

1 krukka Filippo Berio Sundried Tomato Pesto

120 g Philadelphia rjómaostur

Leiðbeiningar

1Bræðið smjörið í potti, bætið mjólkinni saman við og hitið að 37°c

2Setjið gerið í skál og hellið vökvanum yfir, leyfið gerinu aðeins að taka sig í nokkrar mínútur

3Bætið sykri, salti, kardimommudropum og meirihluta hveitisins út í og hnoðið deigið vel

4Látið deigið hefast á hlýjum stað í ca 30 mínútur

5Hnoðið deigið, skiptið því í 2 hluta og fletjið út

6Smyrjið deigið með rjómaosti og pestó, rúllið því upp,skerið í sneiðar og raðið á plötu

7Látið hefast aftur í 30 mínútur

8Bakið við 225°c í 5-8 mínútur

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Oreo ostaköku smákökur með hvítu Toblerone

Þessar Oreo ostaköku smákökur eru alveg ótrúlega góðar!

Vatnsdeigsbollur með jarðaberjafyllingu

Girnilegar vatnsdeigsbollur með jarðaberjafyllingu.

Vatnsdeigsbollur með súkkulaðifyllingu

Súkkulaðisæla, bollur með Toblerone fyllingu.