fbpx

Ostaslaufur sem svíkja engan

Einfaldar og góðar ostaslaufur sem slá alltaf í gegn.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 bollar Kornax brauðhveiti (í bláu pokunum)
 1 msk himalaya salt
 1.5 msk lífrænn hrásykur, t.d Cristallino frá Rapunzel
 3 msk vegan smjör eða smjörlíki mjúkt
 1 bréf þurrger
 1 1/2 bolli Oatly barista haframjólk
 1 dós Oatly smurostur (påmacken í bláu dósunum)
 2 msk sesamfræ
 2 msk birkifræ

Leiðbeiningar

1

Setjið þurrefni saman í hrærivélaskál og setjið krókinn á. Velgið mjólkina upp í 37°c og hellið henni rólega saman við þurrefnin. Bætið smjörlíkinu við.

2

Hnoðið deigið á miðlungshraða í 5 mín. Það skiptir málið að hnoða frekar lengi

3

Setjið deigið í aðra skál sem búið er að pensla með olíu og setjið plastfilmu yfir - látið hefast í 40 mín.

4

Takið deigið úr skálinni og setjið á hveitistráð borð, fletjið út í ferning. Smyrjið smurostinum á miðjuna á deiginu, brjótið deigið yfir smurosts hlutann, bæði upp og niður svo þetta verði lengja fyllt með smurostinum.

5

Snúið lengjunni við, blandið saman fræjunum í skál, penslið deigið með vatni og stráið fræjum yfir. Skerið þykku lengjuna þvert og snúið upp á hvert stykki 2x.

6

Leggið ostaslaufurnar á plötu klædda bökunarpappír. Hitið ofninn í 50°c og úðið að innan með vatni. Setjið plötuna inn og hefið í ofninum í 40 mín.

7

Takið plötuna út að lokinni hefun, hitið ofninn í 220°C og bakið í 18 mín ca eða þar til þær eru orðnar fallega brúnar.


Uppskrift frá Völlu hjá GRGS.is

MatreiðslaMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 4 bollar Kornax brauðhveiti (í bláu pokunum)
 1 msk himalaya salt
 1.5 msk lífrænn hrásykur, t.d Cristallino frá Rapunzel
 3 msk vegan smjör eða smjörlíki mjúkt
 1 bréf þurrger
 1 1/2 bolli Oatly barista haframjólk
 1 dós Oatly smurostur (påmacken í bláu dósunum)
 2 msk sesamfræ
 2 msk birkifræ

Leiðbeiningar

1

Setjið þurrefni saman í hrærivélaskál og setjið krókinn á. Velgið mjólkina upp í 37°c og hellið henni rólega saman við þurrefnin. Bætið smjörlíkinu við.

2

Hnoðið deigið á miðlungshraða í 5 mín. Það skiptir málið að hnoða frekar lengi

3

Setjið deigið í aðra skál sem búið er að pensla með olíu og setjið plastfilmu yfir - látið hefast í 40 mín.

4

Takið deigið úr skálinni og setjið á hveitistráð borð, fletjið út í ferning. Smyrjið smurostinum á miðjuna á deiginu, brjótið deigið yfir smurosts hlutann, bæði upp og niður svo þetta verði lengja fyllt með smurostinum.

5

Snúið lengjunni við, blandið saman fræjunum í skál, penslið deigið með vatni og stráið fræjum yfir. Skerið þykku lengjuna þvert og snúið upp á hvert stykki 2x.

6

Leggið ostaslaufurnar á plötu klædda bökunarpappír. Hitið ofninn í 50°c og úðið að innan með vatni. Setjið plötuna inn og hefið í ofninum í 40 mín.

7

Takið plötuna út að lokinni hefun, hitið ofninn í 220°C og bakið í 18 mín ca eða þar til þær eru orðnar fallega brúnar.

Ostaslaufur sem svíkja engan

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…