Ostaslaufur sem svíkja engan

  

mars 26, 2020

Einfaldar og góðar ostaslaufur sem slá alltaf í gegn.

Hráefni

4 bollar Kornax brauðhveiti (í bláu pokunum)

1 msk himalaya salt

1.5 msk lífrænn hrásykur, t.d Cristallino frá Rapunzel

3 msk vegan smjör eða smjörlíki mjúkt

1 bréf þurrger

1 1/2 bolli Oatly barista haframjólk

1 dós Oatly smurostur (påmacken í bláu dósunum)

2 msk sesamfræ

2 msk birkifræ

Leiðbeiningar

1Setjið þurrefni saman í hrærivélaskál og setjið krókinn á. Velgið mjólkina upp í 37°c og hellið henni rólega saman við þurrefnin. Bætið smjörlíkinu við.

2Hnoðið deigið á miðlungshraða í 5 mín. Það skiptir málið að hnoða frekar lengi

3Setjið deigið í aðra skál sem búið er að pensla með olíu og setjið plastfilmu yfir - látið hefast í 40 mín.

4Takið deigið úr skálinni og setjið á hveitistráð borð, fletjið út í ferning. Smyrjið smurostinum á miðjuna á deiginu, brjótið deigið yfir smurosts hlutann, bæði upp og niður svo þetta verði lengja fyllt með smurostinum.

5Snúið lengjunni við, blandið saman fræjunum í skál, penslið deigið með vatni og stráið fræjum yfir. Skerið þykku lengjuna þvert og snúið upp á hvert stykki 2x.

6Leggið ostaslaufurnar á plötu klædda bökunarpappír. Hitið ofninn í 50°c og úðið að innan með vatni. Setjið plötuna inn og hefið í ofninum í 40 mín.

7Takið plötuna út að lokinni hefun, hitið ofninn í 220°C og bakið í 18 mín ca eða þar til þær eru orðnar fallega brúnar.

Uppskrift frá Völlu hjá GRGS.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Súkkulaði bollakökur

Sælkerabollakökur sem allir geta gert.

Daim ostakaka

Daim ostakaka með LU kex botni.

Súkkulaðikaka með hvítu Toblerone kremi

Ómótstæðileg kaka með hvítu Toblerone kremi.