OREO jólahugmyndir

    

nóvember 18, 2020

Æðislegar hugmyndir af skemmtilegum OREO skreytingum. Það er svo gaman að leika með OREO kexið.

Hráefni

Hjúpuð jarðarber

Driscoll‘s jarðarber

Hvítt hjúpsúkkulaði (Candy melts)

Oreo Crumbs án krems

Jólasveinahúfur

Oreo kex

Driscoll‘s jarðarber

1 dós tilbúið vanillukrem (400 g)

100 g flórsykur

Jólakex

Oreo kex

Hjúpsúkkulaði (hvítt, rautt, grænt)

Kökuskraut (jólalegt)

Leiðbeiningar

Hjúpuð jarðarber

1Bræðið súkkulaðið (í örbylgjuofni eða vatnsbaði) og hafið í djúpu og grunnu íláti.

2Dýfið jarðarberjunum í súkkulaðið, hristið aðeins af og stráið Oreo Crumbs yfir.

3Raðið þeim á bökunarpappír á bakka og setjið í kæli fram að notkun.

Jólasveinahúfur

1Raðið kexi á disk og takið til tvo sprautupoka og stúta, annar má vera með litlum hringlaga stút og annar með aðeins stærri. Einnig er hægt að nota zip lock poka og klippa misstór göt á þá.

2Skerið efsta partinn af jarðarberjunum og leggið til hliðar.

3Hrærið saman kremi og flórsykri og setjið í pokana.

4Sprautið kremi á kexið, leggið jarðarber ofan á og sprautið lítinn dúsk á með kremi.

Jólakex

1Bræðið hjúpsúkkulaðið (í örbylgjuofni eða vatnsbaði) og hafið í djúpu og grunnu íláti.

2Dýfið kexi til hálfs, skafið lauslega af annarri hliðinni og leggið á bökunarpappír.

3Stráið kökuskrauti yfir áður en súkkulaðið storknar.

Uppskrift frá Berglindi á Gotterí.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Dumle Karamellubitar

Karamellukökubitar sem eru aðeins of djúsí, löðrandi í karamellu með smákökubita botni og þrenns konar súkkulaði, tilvalið í veislurnar.

„S‘mores brownies“

Um er að ræða útfærslu af S’mores brúnku sem ég bætti nýja uppáhalds namminu mínu við og útkoman varð algjör sprengja!

Súkkulaði- og kókoskaka án hveitis

Æðisleg kaka með kókos og súkkulaði.