Oreo Crumbs bollakökur

  ,   

október 1, 2020

Æðislega góðar Oreo bollakökur þar sem notast er við Oreo Crumbs. Ofur létt Oreo krem með bollakökunum gerir þær ómótstæðilegar.

Hráefni

Oreo Crumbs bollakökur

85 g mjúkt smjör

100 ml gul Filippo Berio olía

2 ½ dl sykur

3 egg

2 tsk vanilludropar

5 dl hveiti

½ tsk salt

2 tsk lyftiduft

2 ½ dl súrmjólk

80 g Oreo Crumbs án krems

Ofur fluffy Oreo krem

350 g mjúkt smjör

350 g flórsykur

1 dl rjómi

80 g Oreo Crumbs án krems

Leiðbeiningar

Oreo Crumbs bollakökur

1Kveikið á ofninum og stillið á 180°C og stillið á undir+yfir hita.

2Hrærið saman smjör, olíu og sykur þar til létt og ljóst.

3Bætið eggjunum út í, eitt í einu og hrærið á milli.

4Bætið vanilludropunum saman við.

5Blandið saman hveiti, salti og lyftidufti. Setjið helminginn af hveiti blöndunni út í eggjablönduna ásamt helmingnum af súrmjólkinni, blandið saman. Setjið restina af hveitiblöndunni og súrmjólkinni út í og blandið saman.

6Bætið Oreo crumbs út í og hrærið þar til allt hefur samlagast.

7Setjið pappírs bollakökuform í bollaköku álbakka og fyllið hvert form upp 2/3 af deigi.

8Bakið í 10-15 mín eða þar til bakað í gegn.

9Útbúið kremið.

Ofur fluffy Oreo krem

1Þeytið saman smjör og flórsykur þar til mjög mjúkt, létt og loftmikið.

2Bætið þá út i rjómanum og þeytið mjög vel áfram þar til mjög mjúkt, létt og loftmikið.

3Bætið Oreo Crumbs út í og þeytið saman við.

4Setjið kremið í sprautupoka með stórum opnum stjörnustút. Sprautið kremi á hverja köku og skreytið með Oreo Crumbs.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.