Ofnbökuð langa með krösti í rjómaostasósu

    

febrúar 2, 2021

Í þessum rétti notaði ég löngu og bakaði hana í ofni ásamt dásamlegri rjómaostasósu með sólþurrkuðum tómötum, sveppum, parmesan osti, rjóma og spínati. Punkturinn yfir i-ið var að dreifa Eat real snakki með dill bragði yfir réttinn þannig að hann varð stökkur og góður.

  • Fyrir: 4

Hráefni

600 g langa (einnig gott að nota t.d. þorsk eða ýsu)

Ólífuolía

250 g sveppir

1 dl blaðlaukur, smátt saxaður

½ -1 dl hvítvín, ég notaði Ramon Roqueta Macabeo Chardonnay

1-2 hvítlauksrif, pressað eða rifið

200 g sólþurrkaðir tómatar, skornir í strimla

1 hreinn Philadelphia rjómaostur

2 dl rjómi

1 dl parmigiano reggiano

1-2 msk ferskt dill, smátt skorið

Salt & pipar

100 g spínat

1 dl mozzarella ostur

6 dl Eat real hummus chips creamy dill (2,5 dl mulið snakk)

Leiðbeiningar

1Byrjið á því að skera lönguna í bita og kryddið með salti og pipar.

2Skerið sveppi og blaðlauk smátt og steikið upp úr ólífuolíu.

3Bætið hvítvíninu saman við og hrærið.

4Hrærið hvítlauknum, sólþurrkuðu tómötunum, rjómaostinum, rjómanum og parmigiano reggiani út í. Kryddið með fersku dilli, salti og pipar.

5Í lokin blandið þið spínatinu saman við og hrærið.

6Leggið löngubitana í eldfast mót og blandið saman við sósuna. Dreifið rifnum osti yfir.

7Myljið snakkið í matvinnsluvél eða setjið í lokaðan poka og rúllið yfir það með kökukefli og dreifið yfir réttinn.

8Bakið í 18 - 20 mínútur við 190°C eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn. Gott að bera þetta fram með kartöflubátum eða hrísgrjónum.

Uppskrift eftir Hildi Rut.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Risarækjur með tómata- og pestósósu

Þessi réttur er virkilega fljótlegur (tekur ca 15 mín að útbúa) og það setja humarkraftinn útí sósuna færir sósuna á það stig að það yrði enginn ósáttur við að fá þennan rétt á veitingastað.

Tígrisrækjur í krönsi með avókadó dill sósu

Uppskrift að afar góðum tígrisrækjum í snakk krönsi sem eru bornar fram með avókadó sósu með dilli og sýrðum rjóma.

Geggjaður burrito með marineraðri bleikju, fetaosti og grjónum

Vefjur eða Burrito þurfa ekki alltaf að innihalda hakk eða kjúkling. Hér höfum við marineraða bleikju í sterkum kryddlegi sem gerir þennan Burrito svo góðan.