Mjúk kryddkaka með pekanhnetum

  

mars 26, 2020

Yfir þessari köku er vetrarlegur blær, blanda af góðum kryddum og hnetum sem yljar okkur á köldum dögum.

Hráefni

1/2 bolli Cristallino sykur frá Rapunzel

1/2 bolli Rapadura hrásykur frá Rapunzel

2 bollar Kornax hveiti

2 tsk lyftiduft

2 tsk kanill

2 tsk negull

1 tsk engifer

2 stór egg

1 dl jurtaolía

200ml mjólk

1/2 bolli saxaðar pekanhnetur

Leiðbeiningar

1Hitið ofninn í 175°C.

2Setjið þurrefni saman í skál og hrærið í með sleif.

3Setjið olíu, mjólk og egg saman í skál og pískið saman. Blandið saman við þurrefnin með sleif.

4Takið smá af hnetunum og setjið til hliðar. Blandið saman við deigið með sleikju.

5Smyrjið ílangt bökunarform eða setjið bökunarpappír í það og setjið deigið í. Sáldrið hnetunum yfir.

6Bakið í ca. 50 mín.

Uppskrift frá Völlu hjá GRGS.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Súkkulaði bollakökur

Sælkerabollakökur sem allir geta gert.

Daim ostakaka

Daim ostakaka með LU kex botni.

Súkkulaðikaka með hvítu Toblerone kremi

Ómótstæðileg kaka með hvítu Toblerone kremi.