fbpx

Maís á stöngli með ostasósu „Elotes“

Æðislegir grillaðir maísstönglar.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 stk heilir ferskir maísstönglar með hýði
 3 msk japanskt majónes (Kenko)
 3 msk sýrður rjómi 36%
 ¼ búnt kóríander, saxað
 ¼ tsk mulinn þurrkaður chili (deSIAM)
 4 msk fetaostur, kurlaður á rifhúsi
 1 stk límóna, börkur og safi
 2 msk ólífuolía Filippo Berio
 4 msk parmesan ostur (Parmareggio)

Leiðbeiningar

1

Sjóðið maísstönglana í vatni sem náð hefur suðu í 4 mín og setjið svo á stykki til þerrunar. Grillið því næst við meðalhita á grillinu í u.þ.b. 10 mín eða þangað til hýðið er farið að sýna fallegar grillrákir.

2

Hrærið því næst saman majónesinu, sýrða rjómanum, kóríander, chilli og fetaostinum. Smakkið til með ögn af salti, raspið græna börkinn af límónunni yfir og kreistið svo safann úr öðrum helmingnum.

3

Rífið hýðið af maísstönglinum en látið stöngulinn vera á (svo hægt sé að nota hann sem handfang), smyrjið með ólífuolíunni og saltið eftir smekk. Smyrjið ostasósunni yfir og rífið svo Parmareggio parmesanostinn þar ofan á. Skerið að lokum ½ límónubátinn sem eftir er í tvo hluta og berið fram.

DeilaTístaVista

Hráefni

 4 stk heilir ferskir maísstönglar með hýði
 3 msk japanskt majónes (Kenko)
 3 msk sýrður rjómi 36%
 ¼ búnt kóríander, saxað
 ¼ tsk mulinn þurrkaður chili (deSIAM)
 4 msk fetaostur, kurlaður á rifhúsi
 1 stk límóna, börkur og safi
 2 msk ólífuolía Filippo Berio
 4 msk parmesan ostur (Parmareggio)

Leiðbeiningar

1

Sjóðið maísstönglana í vatni sem náð hefur suðu í 4 mín og setjið svo á stykki til þerrunar. Grillið því næst við meðalhita á grillinu í u.þ.b. 10 mín eða þangað til hýðið er farið að sýna fallegar grillrákir.

2

Hrærið því næst saman majónesinu, sýrða rjómanum, kóríander, chilli og fetaostinum. Smakkið til með ögn af salti, raspið græna börkinn af límónunni yfir og kreistið svo safann úr öðrum helmingnum.

3

Rífið hýðið af maísstönglinum en látið stöngulinn vera á (svo hægt sé að nota hann sem handfang), smyrjið með ólífuolíunni og saltið eftir smekk. Smyrjið ostasósunni yfir og rífið svo Parmareggio parmesanostinn þar ofan á. Skerið að lokum ½ límónubátinn sem eftir er í tvo hluta og berið fram.

Maís á stöngli með ostasósu „Elotes“

Aðrar spennandi uppskriftir