Lúxus caesar salat með kornflexkjúklingi

  

júlí 1, 2020

Salat sem þú verður að prófa

Hráefni

Kornflexkjúklingur

600 g kjúklingalundir frá Rose Poultry

2 dl súrmjólk

salt og pipar

100 g Kornflex

100 g brauðrasp

1 msk hveiti

1 tsk hvítlauksduft

1 tsk paprikukrydd

salt og pipar

Filippo Berio ólífuolía

Salatið

Brauðteningar

1 stórt salathöfuð, iceberg eða romaine (eða blanda af báðu)

250 g beikon, eldað stökkt

parmesan, rifinn

Dressing

200 g sýrður rjómi

100 g Heinz majones

1-2 sardínur úr dós

safi frá 1/2 sítrónu

1 hvítlauksrif

Leiðbeiningar

1Setjið súrmjólk, salt og pipar í skál og leggið kjúklinginn þar í. Marinerið í 30 mínútur.

2Myljið Kornflexið í matvinnsluvél eða með töfrasprota þar til það er næstum því fínmalað.

3Blandið því með brauðraspi, hveiti, hvítlauksdufti, paprikukryddi, salti og pipar.

4Veltið kjúklinginum upp úr kurlinu og leggi á ofnplötu með bökunarpappír.

5Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklingabitana við miðlungshita í 5 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Dressing

1Blandið öllum hráefnunum saman í matvinnsluvél eða blandara og smakkið til með salti eða pipar.

2Dressingin geymist í nokkra daga.

Salatið

1Rífið salatið niður og setjið í stórt fat. Setjið kjúklingabitana þar yfir, þá stökkt beikon, brauðteningar, rifinn parmesan og að lokum dreypið þið dressingu yfir allt salatið.

2Berið strax fram.

Uppskrift frá Berglindi á GRGS.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Vefja með sterku túnfisksalati

Sterkt túnfisksalat vefja sem þú átt eftir að gera aftur og aftur því hún er svo góð!

Ferskt salat með stökkum kjúklingabaunum og snakk krönsi

Þegar við ætlum að útbúa ferskt salat sem aðal máltíð er mikilvægt að blanda saman ólíkum áferðum og brögðum.

Mexíkó kjúklingasalat með kínversku ívafi

Brakandi ferskt salat sem best er að gera um leið og það á að borða það.