fbpx

Kókos og hafrakökur

Einfaldar smákökur sem hægt er að skella í með litlum fyrirvara, mjúkar og dásamlegar með kókosbragði.

Magn12 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 100 g smjör, mjúkt
 100 g púðursykur
 100 g So Vegan So Fine kókossmyrja
 1 stk egg
 100 g haframjöl
 100 g hveiti
 50 g kókosmjöl
 1 tsk vanilludropar
 ½ tsk matarsódi
 ¼ tsk salt

Leiðbeiningar

1

Stillið ofn á 175°c.

2

Þeytið saman smjör, púðursykur og kókossmyrjuna í 1-2 mín.

3

Bætið þá eggi saman við og þeytið aftur.

4

Blandið þá öllum þurrefnunum saman við og blandið þangað til allt er orðið samlagað.

5

Þar sem þið eruð með vigtina við höndina er skemmtilegast að vigta kökurnar svo þær verði jafnar, hver um sig á bilinu 40-50 g. Annars er einnig hægt að nota tvær matskeiðar.

6

Mótið í kúlu og dreifið á tvær bökunarpappírs klæddar plötur.

7

Bakið í 10-12 mín. Leyfið að kólna.


DeilaTístaVista

Hráefni

 100 g smjör, mjúkt
 100 g púðursykur
 100 g So Vegan So Fine kókossmyrja
 1 stk egg
 100 g haframjöl
 100 g hveiti
 50 g kókosmjöl
 1 tsk vanilludropar
 ½ tsk matarsódi
 ¼ tsk salt

Leiðbeiningar

1

Stillið ofn á 175°c.

2

Þeytið saman smjör, púðursykur og kókossmyrjuna í 1-2 mín.

3

Bætið þá eggi saman við og þeytið aftur.

4

Blandið þá öllum þurrefnunum saman við og blandið þangað til allt er orðið samlagað.

5

Þar sem þið eruð með vigtina við höndina er skemmtilegast að vigta kökurnar svo þær verði jafnar, hver um sig á bilinu 40-50 g. Annars er einnig hægt að nota tvær matskeiðar.

6

Mótið í kúlu og dreifið á tvær bökunarpappírs klæddar plötur.

7

Bakið í 10-12 mín. Leyfið að kólna.

Kókos og hafrakökur

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Hrekkjavöku drauganammiLjúffengt hrekkjavökusælgæti sem inniheldur rice krispies, Tony’s mjólkursúkkulaði, hnetusmjör, síróp og skreytt með hvít súkkulaði draugum. Súkkulaðinu sjálfu er skipt…