Kjúklingavefja með hnetusósu og guacamole

  , ,

apríl 15, 2019

Hráefni

4 vefjur Quinoa & Chia frá Mission

400 g kjúklingabringa

1 skorinn laukur

1 tsk Oscar grænmetiskraftur

4 msk af guacamole

1 msk Filippo Berio ólífuolía

rifinn cheddar ostur

HNETUSÓSA

100 ml Blue Dragon kókosmjólk

2 msk hnetusmjör

1 msk Blue Dragon soja sósa

1 msk sítrónusafi

1 msk hunang

1 msk Filippo Berio ólífuolía

½ msk paprika duft eða chili duct

Salt og pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

1Blandið hráefninu í hnetusósuna saman á pönnu.

2Hrærið í og hafið pönnuna á miðlungs hita.

3Hellið í skál og leggið til hliðar.

4Leysið grænmetiskraftinn upp í vatni og sjóðið bringurnar í 15 mínútur í vatninu.

5Takið bringurnar úr vatninu og rífið í sundur með tveimur göfflum.

6Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið laukinn.

7Bætið kjúklingnum út á og kryddið með salti og pipar eftir smekk og bætið svo hnetusósunni á pönnuna.

8Blandið vel saman og steikið í ca 3-4 mínútur.

9Dreifið guacamole á hverja vefju

10Bætið svo kjúklingnum í hnetusósunni á vefjurnar

11Dreifið rifna chedar ostinum yfir og rúllið upp

12Hitið á pönnu í 2-3 mínútur áður en borið er fram.

13

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Einfalt, fljótlegt og hrikalega gott kjúklinga pestó pastasalat

Þetta pasta salat er með því einfaldara sem hægt er að smella saman en á sama tíma algjört sælgæti og fullt af hollustu.

Kormakjúklingur

Heill kjúklingur í indverskri korma marineringu.

Tælenskur basilkjúklingur

Þessi kjúklingaréttur er í miklu uppáhaldi og gott að grípa í hann þegar manni langar í eitthvað gott en hefur ekki mikinn tíma.