Kjötbollur í hoisin sósu

  

október 28, 2016

Stökkar og bragðmiklar kjötbollur

  • Fyrir: 2-3

Hráefni

Kjötbollur

400 g nautahakk

1/2 rauðlaukur, smátt saxaður

3 hvítlauksrif, söxuð

1 lítill biti engifer, rifinn

½ lítið chili, smátt saxað

1 msk hunang

15 g fersk kóríander, saxað smátt (eða 1 tsk þurrkaður kóríander)

salt og pipar

Hoisin sósa

4 msk Blue Dragon Hoisin sósa

safi úr 3 lime

lítinn engiferbútur, rifinn

1 msk sesamfræ

1-2 msk Blue dragon Japanese Soy Sauce

Meðlæti

Blue Dragon heilhveitinúðlur

Leiðbeiningar

1Gerið kjötbollurnar með því að blanda öllum hráefnunum saman í skál. Látið standa í um klukkutíma eða eins lengi og tími vinnst til. Mótið bollurnar í litlar kúlur og pressið fast saman.

2Setjið olíu á pönnu og steikið kjötbollurnar á heitri pönnunni þar til þær eru eldaðar í gegn og orðnar gylltar.

3Gerið sósuna með því að blanda saman hoisin sósu og limesafa og þynnið með smá soyasósu. Bætið sesamfræjum saman við og smakkið að lokum til með rifnu engifer.

4Berið fram með núðlum.

Uppskrift frá Berglindi á Gulur, Rauður, Grænn & Salt

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

CajP mareneruð grísalund með ananas salsa

Einfaldur og sumarlegur grillréttur með CajP Smokey Hickory

Nautakjöt í teriyaki og ostrusósu

Það er alveg ótrúlega auðvelt að græja sér góðan asískan mat heima.

Kvöldverðaskál með nautahakki, vorlauk og chilí

Framandi hakkréttur með chilí.