Kasjúhnetu “ostakaka” með engifer kexbotni og núggatkremi

  ,   

nóvember 10, 2020

Dásamleg lífræn terta sem ekki þarf að baka.

Hráefni

150 g Lífrænt engifer kex frá Mols

50 ml kókosolía brædd, ég notaði frá Rapunzel

1/4 tsk sjávarsalt

300 g kasjúhnetur ósaltaðar, ég notaði frá Rapunzel - lagðar í bleyti yfir nótt

125 ml kókosmjólk, ég notaði frá Rapunzel

80 ml hlynsíróp frá Rapunzel

3 msk nýkreistur sítrónusafi

1 tsk vanilluduft frá Rapunzel

1/2 tsk sjávarsalt

Toppað með möndlu og núggatkrem frá Rapunzel eftir smekk

Leiðbeiningar

1Byrjið á því kvöldið áður en þið ætlið að gera kökuna að setja kasjúhneturnar í skál og látið kalt vatn fljóta vel yfir. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið bíða yfir nótt.

2Setjið kexið í matvinnsluvél og vinnið smátt. Setjið það í skál ásamt kókosolíu og salti og blandið saman með skeið. Takið 20cm smelluform og klæðið botninn með smjörpappír. Þjappið kexinu ofan í botninn með skeið. Mér finnst gott að hafa þykkari botn en flestir eins og sést á myndum en það er algjört smekksatriði. Setijð formið í frysti á meðan fyllingin er gerð.

3Takið kasjúhneturnar og setjið í sigti. Skolið vel með köldu vatni. Setjið hneturnar ásamt kókosmjólk, hlynsírópi, sítrónusafa, vanillu og sjávarsalti í matvinnsluvél og vinnið vel og lengi þar til blandan er orðin silkimjúk. Stoppið vélina aðeins á milli og skafið niður. Hellið fyllingunni yfir kexbotninn og setjið aftur í frysti í 3 klst.

4Takið möndlu og núggatkremið og smyrjið góðu lagi yfir frosna kökuna. Magn eftir smekk en persónulega fannst mér meira betra en minna!

5Þessi geymist vel í frysti en einnig er hægt að geyma hana í kæli eftir að hafa verið fryst.

GRGS uppskrift.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.