fbpx

Ilmandi epli með kanil rjómaostakremi og daimkúlum

Hátíðlegur heitur eftirréttur Daim.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 stk epli (t.d. Honey crunch eða Pink lady)
 4 kanilstangir
 150gr púðursykur
 3 msk smjör (mjúkt)
 100 gr sýrður rjómi 36%
 100 gr Philadelphia rjómaostur, natural
 safi úr ½ sítrónu
 Daim kúlur

Leiðbeiningar

1

Takið kjarnann innan úr eplunum með eplakjarnhreinsi en ekki fara alla leið í gegn, skiljið botninn heilann eftir og mokið fræjunum uppúr i gegnum toppinn. Skerið smjörpappír í ferninga 20x20cm og álpappír í 25×25 cm ferninga. Leggið bökunarpappírinn ofan á álpappírinn og eplin þar á miðjuna.

2

Hrærið saman smjöri og púðursykri og troðið því vel í miðjuna á eplunum og stingið svo kanilstöng þar ofan í svo hún standi lóðrétt upp. Pakkið eplununum inn í pappírinn og látið kanilstöngina standa uppúr eins og stromp. Setjið eplin á grillið og látið hitna vel í gegn í u.þ.b. 12-15 mín.

3

Hrærið saman sýrðum rjóma, rjómaosti og sítrónusafa þar til áferðin er orðin silkimjúk. Takið kanilstöngina úr eplinu og setjið kremið þar ofan á, toppið svo með daimkúlum og berið fram.

DeilaTístaVista

Hráefni

 4 stk epli (t.d. Honey crunch eða Pink lady)
 4 kanilstangir
 150gr púðursykur
 3 msk smjör (mjúkt)
 100 gr sýrður rjómi 36%
 100 gr Philadelphia rjómaostur, natural
 safi úr ½ sítrónu
 Daim kúlur

Leiðbeiningar

1

Takið kjarnann innan úr eplunum með eplakjarnhreinsi en ekki fara alla leið í gegn, skiljið botninn heilann eftir og mokið fræjunum uppúr i gegnum toppinn. Skerið smjörpappír í ferninga 20x20cm og álpappír í 25×25 cm ferninga. Leggið bökunarpappírinn ofan á álpappírinn og eplin þar á miðjuna.

2

Hrærið saman smjöri og púðursykri og troðið því vel í miðjuna á eplunum og stingið svo kanilstöng þar ofan í svo hún standi lóðrétt upp. Pakkið eplununum inn í pappírinn og látið kanilstöngina standa uppúr eins og stromp. Setjið eplin á grillið og látið hitna vel í gegn í u.þ.b. 12-15 mín.

3

Hrærið saman sýrðum rjóma, rjómaosti og sítrónusafa þar til áferðin er orðin silkimjúk. Takið kanilstöngina úr eplinu og setjið kremið þar ofan á, toppið svo með daimkúlum og berið fram.

Ilmandi epli með kanil rjómaostakremi og daimkúlum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SmjördeigshjörtuÞað getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift…
MYNDBAND
JarðaberjarósirJarðarberjarósir, brætt Toblerone og freyðivín er fullkomið trít fyrir Valentínusardaginn 🌹🥂 Komdu ástinni þinni á óvart með öðruvísi blómvendi sem…
MYNDBAND
JarðaberjabollurEinfaldar og bragðgóðar vatnsdeigsbollur fylltar með jarðarberjarjóma og toppaðar með hvítu súkkulaði. Hér eru notuð bragðgóðu jarðarberin frá Driscolls í…