Grilluð tígrisrækja

  ,

nóvember 23, 2015

Grilluð tígrisrækja með sveppum, rauðlauk og jógúrt sósu.

  • Fyrir: 2

Hráefni

Tígrisrækja

8 stk tígrisrækja frá Sælkerafisk

4 stk sveppir

1 stk rauðlaukur

salt og pipar

Jógúrt sósa

1 ferna hreint jógúrt

1 hvítlauksgeiri

½ lime

4 stk graslaukur

salt og pipar

Ferskt salat

½ iceberg

½ fetaostur

8 vínber

lítil poki furuhnetur

salt og pipar

Leiðbeiningar

1Tígrísrækjan er stungið á grillspjót, ásamt sveppum og rauðlauk, skera skal sveppina í tvent og rauðlaukin í c.a. 6-8 báta. salt og pipar stráð yfir og svo skelt á grillið, grilla skal á hvorri hlið í 4 mín.

2Jógúrtsósa. Setjið jógúrt í skál, rífið hvítlaukin í, kreistið svo safan ur limeinu útí það. fínt saxið graslaukinn og setið útí, smakkið svo til með salt og pipar.

3Salatið er skolað og skorið niður, fetaostinum er blandað útí og gott er að setja smá af olíu með, skerið vínberinn í tvennt og setjið úti. ristið svo furuhnetunar á heitri pönnu, og setið úti salatið og smakkið til með smá salt og pipar

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Partýréttur á grillið

Þetta er skemmtileg blanda af hráefnum og almáttugur hvað þetta fór allt vel saman!

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu sem þú átt eftir að elska!

Fiskitacos með limesósu

Tacos fyllt með þorskhnakka, Philadelphia rjómaosti, hvítkáli, rauðkáli, tómat-og avókadó salsa ásamt dásamlegri limesósu.