Grillaður hamborgari með sætri kartöflu

  ,   

júní 29, 2017

Hamborgari með sætrikartöflu og rjómaosti.

Hráefni

500 g nautahakk

½ dl Hunts bbq original grillsósa

Salt og pipar

100 g rifinn ostur

100 g Philadelphia rjómaostur

Hunts bbq original grillsósa til að pensla með

1 stk rauðlaukur

1 tómatur

1 avókadó

1 stk sæt kartafla

Filippo Berio basilolía

Gróft salt

Leiðbeiningar

1Blandið saman nautahakki, ½ dl Hunts bbq grillsósu og salti og pipar.

2Skiptið í 4 hluta og mótið kúlur. Fyllið kúlurnar með rifnum osti og mótið hamborgarana.

3Gott er að leyfa hamborgurunum að standa í ísskáp í ca. 20 mín. Skerið sætu kartöfluna í 1 cm þykkar sneiðar og veltið upp úr basilolíunni.

4Grillið sætu kartöfluna í ca. 20 mínútur og snúið reglulega. Afhýðið rauðlaukinn, skerið í 4 hluta, veltið upp úr basilolíu, stráið grófu salti yfir og pakkið í álpappír. Grillið rauðlaukinn í ca. 30 mín.

5Grillið hamborgarana (4-6 mínútur eftir smekk) og penslið með bbq grillsósunni. Setjið rjómaostinn á hamborgarana í lokin.

6Berið fram með tómötum og avókadó. Gróft salt eftir smekk.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Jalapenó osta fylltir grillaðir bbq hamborgarar

Jalapenó osta fylltir grillaðir BBQ hamborgarar eru ótrúlega djúsí og fyrst og fremst hrikalega bragðgóðir.

Stökkur nachos kjúklingaborgari

Geggjaður kjúklingaborgari

Grilluð vegan samloka með djúsí áleggi og kaldri sósu

Þegar þig langar í eitthvað almennilega djúsí en vilt sneiða hjá dýraafurðum er þessi samloka algjörlega málið.