DSC03288 (Large)
DSC03288 (Large)

Grillaður hamborgari með sætri kartöflu

  ,   

júní 29, 2017

Hamborgari með sætrikartöflu og rjómaosti.

Hráefni

500 g nautahakk

½ dl Hunts bbq original grillsósa

Salt og pipar

100 g rifinn ostur

100 g Philadelphia rjómaostur

Hunts bbq original grillsósa til að pensla með

1 stk rauðlaukur

1 tómatur

1 avókadó

1 stk sæt kartafla

Filippo Berio basilolía

Gróft salt

Leiðbeiningar

1Blandið saman nautahakki, ½ dl Hunts bbq grillsósu og salti og pipar.

2Skiptið í 4 hluta og mótið kúlur. Fyllið kúlurnar með rifnum osti og mótið hamborgarana.

3Gott er að leyfa hamborgurunum að standa í ísskáp í ca. 20 mín. Skerið sætu kartöfluna í 1 cm þykkar sneiðar og veltið upp úr basilolíunni.

4Grillið sætu kartöfluna í ca. 20 mínútur og snúið reglulega. Afhýðið rauðlaukinn, skerið í 4 hluta, veltið upp úr basilolíu, stráið grófu salti yfir og pakkið í álpappír. Grillið rauðlaukinn í ca. 30 mín.

5Grillið hamborgarana (4-6 mínútur eftir smekk) og penslið með bbq grillsósunni. Setjið rjómaostinn á hamborgarana í lokin.

6Berið fram með tómötum og avókadó. Gróft salt eftir smekk.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

nautabraud

Nauta bruchetta

Súrdeigsbrauð með hvítlaukssósu og grilluðu nautakjöti.

laxaborgari

Asískur laxaborgari

Girnilegu laxaborgari með asísku ívafi.

MG_7835

Ómótstæðilegir Ritz kex hamborgarar

Hér er að finna gjörsamlega ómótstæðilega borgara sem þú hreinlega verður að smakka!