Gratíneraður hlýri með TABASCO® sósu og parmesan osti

  

nóvember 16, 2015

Æðislegur fiskréttur.

Hráefni

Fiskurinn

800 gr. Hlýri (flakaður og snyrtur)

2 msk. Ólífuolía

1 msk. Græn TABASCO® sósa

Salt og pipar

Lime safi ½

Meðlæti

2 msk olíu

½ sæt kartefla (afhýdd og skorinn í litla teninga)

¼ Blaðlaukur (fínt saxaður)

4 stk. Gulrætur (afhýddar og skornar í bita)

½ haus brokkolí (skorinn niður)

8 stk. Cherry tómatar

3 stk. Hvítlauksrif

1 msk. Smjör

Salt og pipar

TABASCO®

300 gr. rjómaostur

1 tsk. Græn TABASCO® sósa

1 tsk. TABASCO® sósa

½ lime börkur og safi

Leiðbeiningar

1Hitið ofn í 180°. Skerið fiskinn niður í bita. Blandið olífuolíu, TABASCO®, lime safa og salt og pipar saman og veltið fiskinum upp úr blöndunni.

2Hitið stóra pönnu með olíunni. Steikið allt grænmeti á pönnuni og bætið smjöri og tómötum útí í lokin. Kryddið með salti og pipar.

3Allt sett saman í skál og blandað saman. Smyrjið blöndunni í eldfast mót. Hellið grænmetis blöndunni yfir. Raðið hlýranum yfir grænmetið. Stráið 2 dl. Af rifnum parmesan osti yfir fiskinn og bakið í ofni við 180° í 20 mínútur við undir/yfir hiti en kveikið á grillinu síðustu 6 mínúturnar eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn.

Uppskrift frá Vigdísi Ylfu Hreinsdóttur.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ljúffenga humarsúpan sem er einfaldari en þig grunar

Þessi humarsúpa er einstaklega bragðgóð, kraftmikil og silkimjúk.

Ljúffengar og fljótlegar fiskibollur

Sælkera fiskibollur með TUC kexi og mangósósu.

Steikt hrísgrjón með risarækjum og tómatchilímauki

Girnilegur risarækjuréttur með spicy bragði.