Þessi sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn 175 gráður
Spreyið um 20-22cm hringlaga springform með matarolíuspreyi (penslið matarolíu á). Einnig finnst mér gott að setja bökunarpappír á botninn og klemma hann fastan með hringnum (þá er auðveldara að losa kökuna þegar hún hefur kólnað).
Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst.
Bætið eggjum og vanilludropum samanvið og skafið niður á milli.
Næst fer bráðið súkkulaðið í blönduna og að lokum öll þurrefnin.
Hrærið rólega þar til allt er vel blandað og varist að vinna deigið ekki of lengi.
Bakið í um 40 mínútur eða þar til prjónn kemur út aðeins með smá kökumylsnu á en ekki blautu deigi.
Kælið alveg og takið síðan botninn í tvennt með kökuskera/tvinna/hníf.
Hitið ofninn 160 gráður
Spreyið um 20-22cm hringlaga springform með matarolíuspreyi (penslið matarolíu á). Einnig finnst mér gott að setja bökunarpappír á botninn og klemma hann fastan með hringnum (þá er auðveldara að marengsinn þegar hún hefur kólnað).
Þeytið eggjahvítur og púðursykur alveg upp í topp.
Setjið um 2/3 af blöndunni í springformið og sléttið vel úr, setjið restina í sprautupoka með stórum stjörnustút og útbúið nokkra litla marengstoppa á bökunarplötu (fyrir efsta lagið).
Bakið toppana í um 20 mínútur og botninn í 45 mínútur, kælið.
Það er vel hægt að baka marengsinn nokkrum dögum áður en kakan sjálf er útbúin og sett saman.
Súkkulaðinu er blandað varlega saman við stífþeyttan rjómann og honum skipt í þrjá hluta.
Setjið annan hluta brownie kökunnar á kökudisk og 1/3 af rjómanum þar ofaná.
Púðursykurmarengsinn kemur næst og aftur 1/3 af rjómanum.
Seinni hluti brownie kökunnar kemur þar á eftir og restin af rjómanum.
Marengstoppar og Daimkurl raðast á topp kökunnar og ekki myndi skemma fyrir að setja örlitla karamellubráð yfir sé þess óskað (sjá uppskrift hjá eplakökuuppskriftinni).
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn 175 gráður
Spreyið um 20-22cm hringlaga springform með matarolíuspreyi (penslið matarolíu á). Einnig finnst mér gott að setja bökunarpappír á botninn og klemma hann fastan með hringnum (þá er auðveldara að losa kökuna þegar hún hefur kólnað).
Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst.
Bætið eggjum og vanilludropum samanvið og skafið niður á milli.
Næst fer bráðið súkkulaðið í blönduna og að lokum öll þurrefnin.
Hrærið rólega þar til allt er vel blandað og varist að vinna deigið ekki of lengi.
Bakið í um 40 mínútur eða þar til prjónn kemur út aðeins með smá kökumylsnu á en ekki blautu deigi.
Kælið alveg og takið síðan botninn í tvennt með kökuskera/tvinna/hníf.
Hitið ofninn 160 gráður
Spreyið um 20-22cm hringlaga springform með matarolíuspreyi (penslið matarolíu á). Einnig finnst mér gott að setja bökunarpappír á botninn og klemma hann fastan með hringnum (þá er auðveldara að marengsinn þegar hún hefur kólnað).
Þeytið eggjahvítur og púðursykur alveg upp í topp.
Setjið um 2/3 af blöndunni í springformið og sléttið vel úr, setjið restina í sprautupoka með stórum stjörnustút og útbúið nokkra litla marengstoppa á bökunarplötu (fyrir efsta lagið).
Bakið toppana í um 20 mínútur og botninn í 45 mínútur, kælið.
Það er vel hægt að baka marengsinn nokkrum dögum áður en kakan sjálf er útbúin og sett saman.
Súkkulaðinu er blandað varlega saman við stífþeyttan rjómann og honum skipt í þrjá hluta.
Setjið annan hluta brownie kökunnar á kökudisk og 1/3 af rjómanum þar ofaná.
Púðursykurmarengsinn kemur næst og aftur 1/3 af rjómanum.
Seinni hluti brownie kökunnar kemur þar á eftir og restin af rjómanum.
Marengstoppar og Daimkurl raðast á topp kökunnar og ekki myndi skemma fyrir að setja örlitla karamellubráð yfir sé þess óskað (sjá uppskrift hjá eplakökuuppskriftinni).