Alvöru amerískir kanilsnúðar

    

janúar 8, 2019

Kanilsnúðar með rjómaostkremi.

Hráefni

235 ml mjólk, fingurvolg

2 egg, við stofuhita

75 g smjör, brætt

620 g hveiti

1 tsk salt

100 g sykur

10 g ger

Fylling í snúðana

220 g púðursykur

15 g kanill

75 g smjör

Rjómaostakrem

85 g Philadelphia rjómaostur

55 g mjúkt smjör

200 g flórsykur

1 tsk vanilludropar

½ tsk salt

Leiðbeiningar

1Setjið hráefnin fyrir snúðana í hrærivélaskál og hnoðið vel saman.

2Látið hefast í 45 mínútur eða þar til deigið hefur tvöfaldast í stærð.

3Setjið hveiti á borðið og hnoðið. Fletjið í ferning og látið standa í nokkrar mínútur.

4Bræðið smjörið fyrir fyllinguna, látið í skál með púðursykrinum og kanil. Hrærið vel saman og dreifið yfir degið.

5Rúllið deiginu þétt upp og skerið í 12-18 stykki.

6Setjið á bökunarplötu með smjörpappír og látið hefast í 30 mínútur.

7Bakið í 200°c heitum ofni í 30 mínútur.

8Takið úr ofni og kælið lítillega.

9Bræðið smjörið fyrir kremið og hrærið rjómaostinum saman við. Setjið flórsykur, vanilludropa og salt saman við.

10Látið kremið á snúðana og berið fram.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Marmarakaka með besta súkkulaði kreminu

Marmarakaka með besta súkkulaði kreminu er svo góð kaka, svolítið þétt og alls ekki of sæt.

Dumle karamellubitar

Mjúkir bakaðir karamellubitar.

Lífrænt fíkjunammi

Æðislega gott lífrænt fíkjunammi.