Gómsætar smákökur með stökkri Marabou Daim karamellu.
Gómsætar smákökur með stökkri Marabou Daim karamellu.
Vöfflur með rjómaosta- og karamellurjóma sem slær alla útaf laginu!
Hvað er betra en Daim súkkulaði í smákökur? Þessar eru með þeim betri, mjúkar að innan og stökkar að utan. Daim súkkulaðið gerir kökurnar bæði ljúfar og krönsí. Ég hvet ykkur til að prófa þessar á aðventunni.
Smákökur eru alltaf bestar nýbakaðar að mínu mati og þessar hér, maður minn! Þær voru guðdómlegar nýbakaðar með ískaldri mjólk!
Þessi jólaís með Daimkúlum er einstaklega góður! Hann er léttur í sér og stökkar Daimkúlurnar gefa honum skemmtilega áferð. Ekki skemmir undursamleg, heit karamellusósa fyrir. Það er mjög hentugt að hvolfa heimatilbúnum ís úr formkökuformi því það er gott að skera hann þannig í sneiðar sem henta hverjum og einum.
Ostakökur eru sívinsælar og þessi hér er dásamlega ljúffeng með stökkum Oreobotni og mjúkri ostaköku með stökkum Marabou Daim bitum. Það er ýmist hægt að setja þær í form líkt og hér og skera þær í sneiðar en einnig er hægt að skipta uppskriftinni niður í nokkur minni glös og þá mætti sleppa gelatíninu. Það er hins vegar nauðsynlegt ef þið gerið heila köku og viljið að hún standi vel.
Almáttugur minn, þessi kaka! Sjúklega djúsí og klístruð með ríku súkkulaðibragði, alveg eins og svona kökur eiga að vera, namm!
Hér kemur uppskrift að mjög ljúffengum brownies eða brúnkum með Milka Daim súkkulaði. Passar sérlega vel sem eftirréttur með ís eða rjóma. Mér finnst svo gott þegar kakan er smá blaut eða „chewy“ að innan og aðeins volg. Þessi uppskrift klikkar aldrei og Milka Daim súkkulaðið setur punktinn yfir i-ið. Mæli með!
Geggjuð marengsbomba með Oreo crumbs, Daim og nóg af ferskum berjum. Oreo crumbs er algjör snilld í bakstur og gerir marengsinn extra gómsætan.