Dásamlega rjómalagað pasta með safaríkum risarækjum, eldað í silkimjúkri Alfredo sósu úr rjóma, hvítlauk og parmesanosti. Fullkomið fyrir bæði hversdagskvöld og veislukvöld – þessi réttur slær alltaf í gegn!

Forhitið ofn í 180°C á blæstri. Þýðið rækjur og þerrið með eldhúspappír.
Hitið smá olíu á pönnu við meðalháan hita. Ristið panko raspinn þar til hann er fallega gylltur. Setjið raspinn í skál og þrífið pönnuna.
Raðið beikoni á ofnplötu með bökunarpappír og bakið í 12-14 mín eða þar til beikonið er fulleldað (fylgist vel með svo beikonið brenni ekki við). Geymið.
Setjið vatn í pott ásamt ríflegu magni af salti og náið upp suðu.
Hitið olíu á pönnu og steikið rækjurnar í um 2 mín á hvorri hlið eða þar til þær eru fulleldaðar. Pressið hvítlauksrif saman við rækjurnar þegar um 1 mín er eftir af eldunartímanum. Saltið smá og færið rækjurnar á disk til hliðar ásamt vökvanum úr pönnunni.
Skerið skalottlauk smátt. Hitið smá olíu á pönnunni og steikið skalottlaukinn við miðlungshita þar til hann fer að mýkjast. Pressið 2 hvítlauksrif út á pönnuna og steikið í stutta stund.
Sjóðið linguine eftir leiðbeiningum á pakka. Geymið smá pastavatn ef þar til þess að þynna sósuna.
Bætið hvítvíni út á pönnuna og látið sjóða niður um helming. Bætið rjóma, fiskikrafti og kjúklingakrafti út á pönnuna og látið malla við miðlungshita á meðan pasta er soðið. Rífið helminginn af parmesan ostinum saman við. Smakkið til með salti og pipar.
Bætið soðnu linguine út í sósuna á pönnunni ásamt rækjum og blandið vel saman þar til allt er vel hulið sósu. Bætið við smá pastavatni ef þarf.
Saxið steinselju og beikon. Blandið saman við pastað á pönnunni. Toppið með ristuðum panko raspi eftir smekk og restinni af parmesan ostinum.
Berið fram með góðu salati og brauði.
Njótið með góðu hvítvíni.
Hráefni
Leiðbeiningar
Forhitið ofn í 180°C á blæstri. Þýðið rækjur og þerrið með eldhúspappír.
Hitið smá olíu á pönnu við meðalháan hita. Ristið panko raspinn þar til hann er fallega gylltur. Setjið raspinn í skál og þrífið pönnuna.
Raðið beikoni á ofnplötu með bökunarpappír og bakið í 12-14 mín eða þar til beikonið er fulleldað (fylgist vel með svo beikonið brenni ekki við). Geymið.
Setjið vatn í pott ásamt ríflegu magni af salti og náið upp suðu.
Hitið olíu á pönnu og steikið rækjurnar í um 2 mín á hvorri hlið eða þar til þær eru fulleldaðar. Pressið hvítlauksrif saman við rækjurnar þegar um 1 mín er eftir af eldunartímanum. Saltið smá og færið rækjurnar á disk til hliðar ásamt vökvanum úr pönnunni.
Skerið skalottlauk smátt. Hitið smá olíu á pönnunni og steikið skalottlaukinn við miðlungshita þar til hann fer að mýkjast. Pressið 2 hvítlauksrif út á pönnuna og steikið í stutta stund.
Sjóðið linguine eftir leiðbeiningum á pakka. Geymið smá pastavatn ef þar til þess að þynna sósuna.
Bætið hvítvíni út á pönnuna og látið sjóða niður um helming. Bætið rjóma, fiskikrafti og kjúklingakrafti út á pönnuna og látið malla við miðlungshita á meðan pasta er soðið. Rífið helminginn af parmesan ostinum saman við. Smakkið til með salti og pipar.
Bætið soðnu linguine út í sósuna á pönnunni ásamt rækjum og blandið vel saman þar til allt er vel hulið sósu. Bætið við smá pastavatni ef þarf.
Saxið steinselju og beikon. Blandið saman við pastað á pönnunni. Toppið með ristuðum panko raspi eftir smekk og restinni af parmesan ostinum.
Berið fram með góðu salati og brauði.
Njótið með góðu hvítvíni.