fbpx

Lífrænar kornflexkökur með heimagerðu súkkulaði

Þetta er sérlega auðvelt og hægt er að bæta öllu mögulegu saman við. Hér setti ég lífrænt kornflex saman við súkkulaðið og toppaði með ristuðum sesamfræjum. Algjört sælgæti!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 115g kakósmjör*
 60g dökkt kakó*
 1/4 bolli hlynsíróp*
 1/2 tsk vanilluduft*
 Nokkur korn sjávarsalt
 Kornflex lífrænt, magn eftir smekk.
 Ristuð sesamfræ*
 *Þessi hráefni eru lífræn & vegan frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1

Saxið kakósmjörið og bræðið í skál yfir vatnsbaði.

2

Takið skálina af hitanum og hrærið kakói, hlynsírópi, vanillu og salti saman við. Hrærið vel með litlum písk þangað til engir kekkir eru í súkkulaðinu. Setjið kornflex út í, smá og smá í einu þar til þið eruð komið með það magn sem ykkur líkar.

3

Setjið blönduna í möffins form og stráið ristuðum sesamfræjum yfir. Setjið í kæli í að minnsta kosti klukkustund.


Uppskrift frá Völlu GRGS.

MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 115g kakósmjör*
 60g dökkt kakó*
 1/4 bolli hlynsíróp*
 1/2 tsk vanilluduft*
 Nokkur korn sjávarsalt
 Kornflex lífrænt, magn eftir smekk.
 Ristuð sesamfræ*
 *Þessi hráefni eru lífræn & vegan frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1

Saxið kakósmjörið og bræðið í skál yfir vatnsbaði.

2

Takið skálina af hitanum og hrærið kakói, hlynsírópi, vanillu og salti saman við. Hrærið vel með litlum písk þangað til engir kekkir eru í súkkulaðinu. Setjið kornflex út í, smá og smá í einu þar til þið eruð komið með það magn sem ykkur líkar.

3

Setjið blönduna í möffins form og stráið ristuðum sesamfræjum yfir. Setjið í kæli í að minnsta kosti klukkustund.

Lífrænar kornflexkökur með heimagerðu súkkulaði

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…