Virkilega góður og hlýjandi réttur með tígrisrækjum.

Uppskrift
Hráefni
1 pk rautt karrýmauk
1 msk Tom Yam mauk
1 dós kókosmjólk - 400 ml
5 lauf kafir límónulauf
3 msk fiskisósa
2 kartöflur - skornar í teninga
1 gulrót - smátt skorin
2 hvítlauksrif - smátt skorin
330 g stórar tígrisrækjur
4 stilkar ferskt kóríander - gróft skorið
1 límóna - safinn
1 msk chiliolía
Olía til steikingar
Leiðbeiningar
1
Hitið olíu í víðum potti og svitið rauða karrýmaukið og Tom Yam maukið örlítið.
2
Bætið við kókosmjólk, fiskisósu, límónulaufum, kartöflum, gulrót og hvítlauk í pottinn og látið malla í 20 mínútur við lágan hita.
3
Rækjunum er bætt í pottinn og látið malla áfram í um 5 mínútur eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn.
4
Kóríander, límónusafa og chiliolíu er að lokum bætt út í pottinn.
Uppskrift frá Ólafi Ágústssyni úr Sælkerafiskur allt árið.
MatreiðslaSjávarréttir
Hráefni
1 pk rautt karrýmauk
1 msk Tom Yam mauk
1 dós kókosmjólk - 400 ml
5 lauf kafir límónulauf
3 msk fiskisósa
2 kartöflur - skornar í teninga
1 gulrót - smátt skorin
2 hvítlauksrif - smátt skorin
330 g stórar tígrisrækjur
4 stilkar ferskt kóríander - gróft skorið
1 límóna - safinn
1 msk chiliolía
Olía til steikingar