Ef það hefur einhvertíman verið veður fyrir ís þá var það svo sannarlega í dag, vonum að spáin haldi áfram að vera svona geggjuð.
Ís þarf svo sannarlega ekki að vera sykraður en hér deili ég með ykkur okkar uppáhalds ís… sem má borða í morgunmat. Við gerum hann svo oft að mér finnst einhvernegin eins og allir hljóti að hafa gert sér bananaís og þar af leiðandi aldrei deilt þessari einföldu uppskrift hér áður. En hér er hún komin og á vel verðskuldað pláss á síðunni.