Súkkulaði- og kirsuberjasmoothie

Páskarnir liðnir og allir í súkkulaðikóma… hér er ég með geggjaðan næringarríkan súkkulaðismoothie ef þú þarft smá afvötnun eftir súkkulaðiátið án þess að fara í sykurvímu og fá illt í magann. Kakóbragðið kemur sterkt í gegn á meðan kirsuberin gera hann ferskan sem gerir góðan grunn að smoothie sem hægt er að bústa upp ennþá meira með því að bæta í hann ofurfæðum sem þú vilt fá inní daginn. Chaga, moringa, engifer og hampfræ eru t.d. hráefni sem eiga það til að fljóta með í þessum grunni hjá mér.

Skoða nánar
 

Heslihnetumjólk með súkkulaðibragði

Fyrir heslihnetu- og súkkulaðiunnendur þá er þessi mjólk the “real deal” og ég get sagt ykkur að ég vann mér inn þónokkur rokkstig hjá 7 ára stráknum mínum fyrir að vippa fram kakómjólk handa honum uppúr þurru. Mjólkin er með ríkulegt kakóbragð en heslihnetubragðið nær samt í gegn sem ég fíla. Við mælum með að prófa þessa hollu útgáfu af kakómjólk sem er laus við sykur og aukaefni og er þar að auki nærandi að saðsöm.

Mjólkin er góð ein og sér en líka góð sem grunnur í súkkulaðichiagraut, út í smoothie eða út í t.d. piparmyntute.

Skoða nánar
 

Heimagerð jarðaberjamöndlumjólk með vanillu

Ef þú hefur ekki prófað að gera heimagerða möndlumjólk þá ertu að missa af! Ég bara elska hvað þetta er einfalt og hvað hún verður creamy og góð. Yfirleitt hef ég verið að gera sæta kanilmjólk en stundum er skemmtilegt að leika sér með önnur brögð. Hér erum við með jarðaberja og vanillumjólk. Hún kemur skemmtilega á óvart og minnir svolítið á Power shake á Joe and the Juice fyrir þá sem hafa einhvertíman smakkað hann (hann er ekki vegan). Hún er góð ein og sér en líka skemmtileg til að nota í chiagrautinn, útá hafra- eða grjónagraut, í smoothieinn eða útí te, kamillute með jarðaberjamjólk er algjört nammi.

Skoða nánar
 

Bleikur engifer chaga latte

Bleikur október stendur yfir en bleikur október er herferð þar sem vakin er athygli á brjóstakrabbameini og margir verslunaraðilar leggja sitt að mörkum til að styrkja krabbameinsfélagið með söluágóða til rannsókna á brjóstakrabbameini. Þrátt fyrir að það sé jákvætt að söluágóði fari til góðra málefna þá megum við líka setja okkur í forgang og hugsa okkur tvisvar um áður en við kaupum eitthvað með ósækilegum efnum til þess eins að styðja við málefnið.

Mig langar að hvetja almenning til að nota restina af þessum mánuði til að skoða sínar lífstílsvenjur, nýta þennan mánuð til forvarnar og skoða matarvenjur sínar, skoða snyrtivörurnar sínar hvort þær innihaldi óæskileg efni, spyrja þig hvort þú sért í streitu sem þarf að draga úr og setja inn nýja heilsubætandi venju.

Hér fyrir neðan finnið þið uppskrift að bleikum engifer chaga latte en rannsóknir hafa sýnt fram á að chaga hafi krabbameinshamlandi eiginleika, það er einstaklega ríkt af andoxunarefnum, dregur úr bólgum og hefur jákvæð áhrif á blóðsykurinn. Engifer hefur svo jákvæð áhrif á ónæmiskerfið okkar og hér nota ég rauðrófusafa til að fá fram skemmtilega bleikan lit í tilefni bleiks októbers en ég hvet fólk til að velja næringarríkan og blóðeflandi rauðrófusafa sem litgjafa frekar en krabbameinsvaldandi rauð litarefni.

Skoða nánar
 

Red velvet smoothie

Þeir sem hafa fylgt mér í einhvern tíma eru sennilega farnir að sjá það hversu hrifin ég er að rauðrófum. Það er eins og líkaminn minn sæki rosalega í rauðrófur og ég elska það. Hér er rauðrófusmoothie sem kemur svo sannarlega á óvart með smá súkkulaðikeim. Engiferið kveður burt allt sem sumir vilja kalla moldarbragð rauðrófusafans og upphefur kakóbragðið. Mæli með að þið prófið …. og hér hefur smoothie-inn verið samþykktur af æðstu gæðaeftirlitsaðilum heimilisins sem eru 7 ára og 3 ára.

Skoða nánar
 

“1001 nótt” smoothie skál

Það eru örugglega einhverjir sem þekkja nafnið en þessi smoothie skál er innblásin af smoothie af matseðlinum hjá ísey skyrbar. Þetta er smoothie sem er vinsæll á heimilinu en það getur verið dýrt að kaupa tilbúinn smoothie fyrir 4 manna fjölskyldu oft í mánuði.

Ísey notar eplasafi úr kreistum eplum í smoothie-inn en til einföldunar höfum við hér heima haldið okkur við eitt eldhústæki til að græja fram þennan smoothie og notað heila appelsínu í staðinn fyrir eplasafa og það kemur alls ekki niður á bragðinu.

Það getur auðvitað verið ótrúlega þægilegt og fljótlegt að kaupa sér tilbúna smoothieskál á ferðinni en það eru allskonar kostir sem fylgja því að gera sér smoothieskál heima, það er bæði ódýrara en einnig gefur það svigrúm til að velja hráefnið og gera t.d. lífrænni útgáfu eins og hér að neðan og þú getur toppað skálinu með þínu eftirlæti.

Skoða nánar