Unaðslegt Dalgona Ískaffi

apríl 1, 2020

Dalgona iskaffi er það allra heitasta á internetinu um þessar mundir en það er ótrúlega einfalt að græja, tekur enga stund og er alveg ótrúlega gott.

Hráefni

2 msk instant kaffi

2 msk hrásykur, ég notaði Cristallino frá Rapunzel

2 msk sjóðandi vatn

Klakar

Lífræn haframjólk frá Oatly

Kakóduft ef vill

Leiðbeiningar

1Setjið kaffi, sykur og vatn í hitaþolna skál og pískið vel þar til blandan verður eins og þéttur óbakaður marengs

2Hálffyllið kaffiglas af klökum og hellið haframjólkinni yfir til rúmlega hálfs

3Setjið kaffifroðuna yfir og dustið smá kakói yfir

4Hrærið svo saman með skeið þegar þið eruð búin að dást að þessari fegurð!

Uppskrift frá Völlu hjá GRGS.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Einfaldir sweet chili kjúklingavængir

Sætir og stökkir kjúklingavængir.

Bragðmikil Indversk Korma veisla

Korma sósan frá Pataks er í grunninn mild og mjög bragðgóð en ef maður vill aðeins meiri hita er hægt að bæta við smá chili t.d.

Humarpasta

Hér á ferðinni er ofureinfalt humarpasta sem var undursamlegt.