Unaðslegt Dalgona Ískaffi

apríl 1, 2020

Dalgona iskaffi er það allra heitasta á internetinu um þessar mundir en það er ótrúlega einfalt að græja, tekur enga stund og er alveg ótrúlega gott.

Hráefni

2 msk instant kaffi

2 msk hrásykur, ég notaði Cristallino frá Rapunzel

2 msk sjóðandi vatn

Klakar

Lífræn haframjólk frá Oatly

Kakóduft ef vill

Leiðbeiningar

1Setjið kaffi, sykur og vatn í hitaþolna skál og pískið vel þar til blandan verður eins og þéttur óbakaður marengs

2Hálffyllið kaffiglas af klökum og hellið haframjólkinni yfir til rúmlega hálfs

3Setjið kaffifroðuna yfir og dustið smá kakói yfir

4Hrærið svo saman með skeið þegar þið eruð búin að dást að þessari fegurð!

Uppskrift frá Völlu hjá GRGS.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Sýrður rjómi og laukur snakk ídýfa

Einföld og bragðgóð ídýfa sem er betri en þú kaupir út í búð

Beikon- og laukídýfa

Þessi heimagerða ídýfa er sko keppnis

Eðla Deluxe

Þetta er lúxusútgáfan af eðlunni frægu sem allir þekkja. Hér er aðeins fleirum hráefnum bætt við svo hún verður meira eins og máltíð en ídýfa.