SÚKKULAÐI “BROWNIES” MEÐ VANILLUSMJÖRKREMI

  ,   

nóvember 27, 2019

Súkkulaðikaka með vanillukremi.

Hráefni

BROWNIE KÖKUR

250 g hveiti

65 g Cadbury kakó

1 1⁄4 tsk matarsódi

1⁄2 stk salt

120 g smjör, mjúkt

200 g púðursykur

1 egg

1 tsk vanilludropar

240 ml súrmjólk, við stofuhita

VANILLUSMJÖRKREM

225 g smjör, við stofuhita

1/8 tsk salt

480 g flórsykur, sigtaður

3 msk rjómi

2 tsk vanilludropar (eða 1 vanillustöng)

1 tsk sítrónusafi

Leiðbeiningar

1Sigtið hveiti, kakó, matarsóda og salt saman í skál og geymið.

2Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan er orðin létt og ljós eða í 3-5 mínútur. Bætið eggjum og vanilludropum út í, þá súrmjólk og að lokum þurrefnum og hrærið þar til allt hefur blandast saman.

3Setjið 1 1⁄2 msk fyrir hverja köku á bökunarplötu með smjörpappír. Hafið gott bil á milli þeirra. Ef ykkur finnst þægilegra má láta þær í muffinsform.

4Bakið við 180°c heitum ofni í 10-12 mínútur.

Smjörkrem:

1Hrærið smjör og salt þar til blandan er orðin létt og ljóst.

2Bætið helmingnum af flórsykrinum saman við og hrærið vel.

3Bætið hinum helmingnum saman við og hræðið áfram.

4Setjið rjóma, vanilludropa og sítrónusafa saman við og hrærið í 2 mínútur.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Meinhollar súkkulaðimuffins

Það er frábært að leyfa börnunum að spreyta sig á þessum kökum.

Æðisgengilega góðar Tyrkisk Peber og Dumle smákökur

Dumle bitarnir bráðna um kökuna og gera hana einstaklega klístraða á meðan Tyrkisk Peber molarnir koma með sitt einkennadi bragð í kökurnar sem enginn getur staðist!

Lakkrístoppar með hvítu Toblerone

Ef þið hélduð að lakkrístoppar gætu ekki orðið betri þá verðið þið að prófa lakkrístoppa með hvítu Toblerone!