aIMG_5028
aIMG_5028

Oreo ostaköku brownies

  ,   

mars 20, 2017

OREO brownie með Philadelphia rjómaosti.

Hráefni

120 gr smjör

100 gr sykur

2 stór egg

200 gr rjómaostur við stofuhita (1x askja Philadelphia)

90 gr flórsykur

2 tsk vanilludropar

110 gr hveiti

3 msk Cadbury kakó

½ tsk salt

100 gr dökkt súkkulaði (bráðið)

12 Oreo kökur muldar + um 4 í stærri bita til skrauts

Leiðbeiningar

1Hitið ofninn 175°C

2Klæðið ferkantað kökuform (um 22×22 cm) með bökunarpappír og spreyið með PAM matarolíuspreyi.

3Bræðið smjör og bætið sykri saman við, leyfið að sjóða í um mínútu og kælið síðan í nokkrar mínútur á meðan annað er undirbúið.

4Þeytið saman rjómaost, flórsykur og vanilludropa þar til létt og setjið til hliðar.

5Þeytið eggin örstutta stund, bætið smjör- og sykurblöndunni saman við og blandið vel.

6Hrærið hveiti, kakó og salti saman og blandið út í eggjablönduna, hellið bræddu súkkulaðinu saman við og skafið vel niður á milli.

7Að lokum fara muldu Oreokökurnar saman við og gott er að vefja þeim við deigið í lokin.

8Setjið helminginn af brownie deiginu í botninn á forminu og sléttið úr.

9Hellið því næst rjómaostablöndunni yfir og sléttið úr.

10Setjið restina af brownie deiginu yfir en nú í litlum skömmtum, skeið hér og þar og takið að lokum prjón og dragið í gegn til að skapa smá marmaraáferð. Myljið 4 Oreokökur gróft og stingið hér og þar.

11Bakið í um 25 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá brúnni kökumylsnu en ekki blautu deigi.

12Kælið alveg, lyftið upp úr forminu og skerið í bita.

Uppskrift frá Berglindi á Gotterí.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Daim_Creme_Burlee (Medium)

Daim Creme Bruleé

Besta Creme Brulée uppskriftin með Daim.

Dumle_Rocky_road (Medium)

Dumle Rocky Road

Gómsætir karamellubitar með hnetum.

Toblerone_terta (Medium)

Toblerone terta

Hátíðleg Toblerone terta með svampbotni.