fbpx

Oreo ostakaka með súkkulaðisósu

OREO ostakaka með súkkulaðisósu.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Botn
 40 stk Oreo kexkökur
 80 g smjör, brætt
Fylling
 3 plötur matarlím
 225 g Philadelphia rjómaostur
 300 ml rjómi
 4 msk flórsykur
Súkkulaðisósa
 20 g Milka súkkulaði
 30 ml rjómi
 1-3 Oreo kex, mulin

Leiðbeiningar

1

Myljið kexin fyrir botninn fínt niður, t.d. í matvinnsluvél, eða látið í poka og berjið með kökukefli, hin fínasta útrás.

2

Takið 1⁄4 af kexinu og geymið. Blandið afganginum saman við brætt smjörið. Setjið í bökuform (24 cm) og þrýstið vel niður. Geymið í frysti á meðan þið gerið fyllinguna.

3

Leggið matarlímið í vatn. Hrærið rjómaostinn og bætið við 250 ml af rjóma og flórsykri og þeytið þar til þetta er orðið að þykkri blöndu. Hitið afganginn af rjómanum og bætið matarlíminu þar í (kreistið vatnið úr þeim áður). Matarlímið bráðnar í rjómanum. Kælið og hrærið síðan saman við fyllinguna og hellið yfir botninn. Geymið í kæli í a.m.k. 2 klst.

4

Súkkulaðisósa: Hitið rjóma og saxað súkkulaði í potti þar til blandan er orðin að súkkulaðisósu. Kælið lítillega og hellið svo yfir kökuna. Myljið Oreokex yfir allt.


Uppskrift frá GRGS.

DeilaTístaVista

Hráefni

Botn
 40 stk Oreo kexkökur
 80 g smjör, brætt
Fylling
 3 plötur matarlím
 225 g Philadelphia rjómaostur
 300 ml rjómi
 4 msk flórsykur
Súkkulaðisósa
 20 g Milka súkkulaði
 30 ml rjómi
 1-3 Oreo kex, mulin

Leiðbeiningar

1

Myljið kexin fyrir botninn fínt niður, t.d. í matvinnsluvél, eða látið í poka og berjið með kökukefli, hin fínasta útrás.

2

Takið 1⁄4 af kexinu og geymið. Blandið afganginum saman við brætt smjörið. Setjið í bökuform (24 cm) og þrýstið vel niður. Geymið í frysti á meðan þið gerið fyllinguna.

3

Leggið matarlímið í vatn. Hrærið rjómaostinn og bætið við 250 ml af rjóma og flórsykri og þeytið þar til þetta er orðið að þykkri blöndu. Hitið afganginn af rjómanum og bætið matarlíminu þar í (kreistið vatnið úr þeim áður). Matarlímið bráðnar í rjómanum. Kælið og hrærið síðan saman við fyllinguna og hellið yfir botninn. Geymið í kæli í a.m.k. 2 klst.

4

Súkkulaðisósa: Hitið rjóma og saxað súkkulaði í potti þar til blandan er orðin að súkkulaðisósu. Kælið lítillega og hellið svo yfir kökuna. Myljið Oreokex yfir allt.

Oreo ostakaka með súkkulaðisósu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Hrekkjavöku drauganammiLjúffengt hrekkjavökusælgæti sem inniheldur rice krispies, Tony’s mjólkursúkkulaði, hnetusmjör, síróp og skreytt með hvít súkkulaði draugum. Súkkulaðinu sjálfu er skipt…