fbpx

Nusica súkkulaðibitasmákökur

Súkkulaðibitasmákökur með Nusica súkkulaði fyllingu.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 120 smjör við stofuhita
 150gr sykur
 2 egg
 1 tsk vanilludropar
 280gr hveiti
 1 tsk matarsódi
 ½ tsk salt
 150gr suðusúkkulaðidropar
 ½-¾ krukka Nusica hazelnut smjör

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 180°C .

2

Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst.

3

Bætið eggjunum við einu í einu, hrærið vel og skafið niður á milli og setjið því næst vanilludropana út í.

4

Blandið þurrefnunum saman í skál (hveiti, matarsóda, salti) og setjið svo varlega í blönduna og hrærið rólega þar til vel blandað.

5

Hellið súkkulaðidropunum í hrærivélarskálina að lokum og blandið létt.

6

Takið um 1msk af deigi og „fletjið út“ í lófanum.

7

Setjið um ½-1 tsk af Nusica heslihnetusmjöri í miðjuna og „pakkið“ því inn í deigið og myndið kúlu.

8

Raðið á plötu klædda bökunarpappír og bakið í 12-14 mínútur.

9

Uppskriftin gefur um 20 stk af kökum.


Uppskrift frá Berglindi á Gotterí og gersemar.

DeilaTístaVista

Hráefni

 120 smjör við stofuhita
 150gr sykur
 2 egg
 1 tsk vanilludropar
 280gr hveiti
 1 tsk matarsódi
 ½ tsk salt
 150gr suðusúkkulaðidropar
 ½-¾ krukka Nusica hazelnut smjör

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 180°C .

2

Þeytið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst.

3

Bætið eggjunum við einu í einu, hrærið vel og skafið niður á milli og setjið því næst vanilludropana út í.

4

Blandið þurrefnunum saman í skál (hveiti, matarsóda, salti) og setjið svo varlega í blönduna og hrærið rólega þar til vel blandað.

5

Hellið súkkulaðidropunum í hrærivélarskálina að lokum og blandið létt.

6

Takið um 1msk af deigi og „fletjið út“ í lófanum.

7

Setjið um ½-1 tsk af Nusica heslihnetusmjöri í miðjuna og „pakkið“ því inn í deigið og myndið kúlu.

8

Raðið á plötu klædda bökunarpappír og bakið í 12-14 mínútur.

9

Uppskriftin gefur um 20 stk af kökum.

Nusica súkkulaðibitasmákökur

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…