fbpx

Lífrænir kókostoppar

Það fer að líða að jólum og ég er bara farin að hlakka svolítið til. Hér kemur ein fullkomin smákökuuppskrift fyrir jólin sem fer betur í kroppinn en margar aðrar. Það skemmir heldur ekki fyrir að þessar taka enga stund, innihalda fá innihaldsefni og þarf ekki að baka. Alvöru klístraðir kókostoppar með “súkkulaði”-botni. Meiriháttar góðir.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 dl lífrænn kókos frá Rapunzel
 1 dl lífrænt hlynsíróp, t.d. frá Rapunzel
 50 g 100% súkkulaði eða þitt uppáhalds t.d. 70% eða 85% frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að rista kókosinn á pönnu á miðlungsvægum hita og hrærið allan tíman svo kókosinn ristist jafnt og brenni ekki. Kókosinn tekur á sig gulbrúnan lit.

2

Þegar kókosinn er orðinn fallega gulbrúnn er hlynsírópinu bætt útá pönnuna og blandað vel saman við. Hér klístrast allt saman snögglega svo taka má pönnuna af hellunni um leið og sírópinu hefur verið blandað við kókosinn.

3

Hellið kókosblöndunni í form/ílát/box og komið fyrir inní ísskáp þar til orðið kalt (fyrsti til að flýta fyrir en ekki gleyma henni of lengi þar inni).

4

Þegar kókosblandan er orðin köld er hægt að móta kúlur eða litla toppa, þægilegt getur verið að nota svona litla kúlulaga sleppiskeið.

5

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, dífið svo botninum á toppunum oní súkkulaðið og komið þeim fyrir á bökunarpappír (ágætt að hafa færanlegt bretti undir sem kemst í frystinn).

6

Ringlið súkkulaðirestinni yfir toppana og geymið inní fyrsti.

Topparnir eru sætir og kalla ekki á auka sætu frá súkkulaðinu, til að lágmarka sykur og óþarfa sætu þá vel ég 100% súkkulaði og upplifi það bara eins og hvert annað dökkt súkkulaði með sæta bragðinu frá toppunum.

Mæli með að prófa en ef þú gerir þá núna þá myndi ég ekki gera ráð fyrir að þeir endist fram að jólum…. því þeir virðast hverfa hratt úr frystinu.

Verði ykkur að góðu.


DeilaTístaVista

Hráefni

 4 dl lífrænn kókos frá Rapunzel
 1 dl lífrænt hlynsíróp, t.d. frá Rapunzel
 50 g 100% súkkulaði eða þitt uppáhalds t.d. 70% eða 85% frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að rista kókosinn á pönnu á miðlungsvægum hita og hrærið allan tíman svo kókosinn ristist jafnt og brenni ekki. Kókosinn tekur á sig gulbrúnan lit.

2

Þegar kókosinn er orðinn fallega gulbrúnn er hlynsírópinu bætt útá pönnuna og blandað vel saman við. Hér klístrast allt saman snögglega svo taka má pönnuna af hellunni um leið og sírópinu hefur verið blandað við kókosinn.

3

Hellið kókosblöndunni í form/ílát/box og komið fyrir inní ísskáp þar til orðið kalt (fyrsti til að flýta fyrir en ekki gleyma henni of lengi þar inni).

4

Þegar kókosblandan er orðin köld er hægt að móta kúlur eða litla toppa, þægilegt getur verið að nota svona litla kúlulaga sleppiskeið.

5

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, dífið svo botninum á toppunum oní súkkulaðið og komið þeim fyrir á bökunarpappír (ágætt að hafa færanlegt bretti undir sem kemst í frystinn).

6

Ringlið súkkulaðirestinni yfir toppana og geymið inní fyrsti.

Topparnir eru sætir og kalla ekki á auka sætu frá súkkulaðinu, til að lágmarka sykur og óþarfa sætu þá vel ég 100% súkkulaði og upplifi það bara eins og hvert annað dökkt súkkulaði með sæta bragðinu frá toppunum.

Mæli með að prófa en ef þú gerir þá núna þá myndi ég ekki gera ráð fyrir að þeir endist fram að jólum…. því þeir virðast hverfa hratt úr frystinu.

Verði ykkur að góðu.

Lífrænir kókostoppar