fbpx

Kóreskt bbq nautakjöt

Einfaldur réttur sem klikkar ekki.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 800 g nautakjöt, t.d. innra læri eða ribey
 1 laukur, skipt í tvennt
 3 hvítlauksrif
 1/2 pera
 1 vorlaukur
 3 msk púðursykur
 1 tsk svartur pipar
 80 ml sojasósa frá Blue dragon
 3 msk sesamolía frá Blue dragon
 1-2 msk steikingarolía
 sesamfræ til skrauts
 vorlaukur til skrauts

Leiðbeiningar

1

Skerið kjötið niður í þunna strimla og setjið í skál. Ef kjötið er sett í frysti í smá stund er auðveldara að skera það þunnt.

2

Setjið vorlauk, 1/2 lauk, hvítlauksrif, peru, púðursykur, sojasósu og sesamolíu í blandara og maukið vel saman.

3

Skerið hinn helminginn af lauknum í þunnar sneiðar og setjið saman við kjötið. Hellið marineringunni saman við kjötið og blandið vel saman. Marinerið í kæli í 30 mínútur eða meira ef tími er til.

4

Hitið olíu á pönnu og þerrið strimlana. Steikið við háan hita.

5

Takið af pönnunni og stráið ristuðum sesamfræjum og vorlauk yfir. Berið fram með hrísgrjónum.


Uppskrift frá GRGS.

MatreiðslaMatargerðMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

 800 g nautakjöt, t.d. innra læri eða ribey
 1 laukur, skipt í tvennt
 3 hvítlauksrif
 1/2 pera
 1 vorlaukur
 3 msk púðursykur
 1 tsk svartur pipar
 80 ml sojasósa frá Blue dragon
 3 msk sesamolía frá Blue dragon
 1-2 msk steikingarolía
 sesamfræ til skrauts
 vorlaukur til skrauts

Leiðbeiningar

1

Skerið kjötið niður í þunna strimla og setjið í skál. Ef kjötið er sett í frysti í smá stund er auðveldara að skera það þunnt.

2

Setjið vorlauk, 1/2 lauk, hvítlauksrif, peru, púðursykur, sojasósu og sesamolíu í blandara og maukið vel saman.

3

Skerið hinn helminginn af lauknum í þunnar sneiðar og setjið saman við kjötið. Hellið marineringunni saman við kjötið og blandið vel saman. Marinerið í kæli í 30 mínútur eða meira ef tími er til.

4

Hitið olíu á pönnu og þerrið strimlana. Steikið við háan hita.

5

Takið af pönnunni og stráið ristuðum sesamfræjum og vorlauk yfir. Berið fram með hrísgrjónum.

Kóreskt bbq nautakjöt

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
BBQ chilli kjúllaleggirÞessir BBQ chilli kjúllaleggir eru fullkomnir, hvort sem er á sameiginlegt hlaðborð eða sem kvöldmatur fyrir alla fjölskylduna. Auðvitað má…