fbpx

Hvítlauks og pestó pasta

Þessi pasta uppskrift er virkilega einföld en á sama tíma svo góð. Mér finnst stundum góð tilbreyting að hafa pastað einfalt en að sjálfsögðu er hægt að bæta við það auka grænmeti eftir smekk. Ég lofa ykkur af þessu pasta verðið þið svo sannarlega ekki svikin!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 3 stk kjúklingabringur
 1 msk olía
 3 stk hvítlauksgeirar
 ½ stk hvítlauksostur
 200 ml rjómi
 100 ml vatn
 ½ stk Filippo Berio Rautt pesto
 ½ tsk salt
 pipar eftir smekk
 De Cecco Tagliatelline pasta
 Furuhnetur
 Ostur

Leiðbeiningar

1

Skerið kjúklinginn í litla bita og setjið til hliðar.

2

Setjið pönnu á helluna og stillið á miðlungshita, mælið eina matskeið af olíu og setjið á pönnuna, takið utan af hvítlauknum og skerið smátt niður eða kreistið með hvítlaukspressu. Bætið saman við olíuna, leyfið að steikjast í u.þ.b. 1 mín. Bætið þá kjúklingnum saman við og steikið í nokkrar mín.

3

Rífið niður ostinn með rifjárni og blandið saman við kjúklinginn ásamt rjóma, vatni, pestó og salt og pipar. Eldið þangað til að osturinn er allur bráðnaður eða u.þ.b. 5-10 mín.

4

Setjið vatn í pott og leyfið suðunni að koma upp. Setjið þá tagliatelline út í vatnið (gott að áætla um 4-5 einingar á mann) Sjóðið í 6-10 mín eða þangað til að það er orðið al dente.

5

Sigtið vatnið af pastanu og blandið því saman við kjúklinginn og sósuna og hrærið vel saman. Gott er að sáldra nokkrum furuhnetum yfir og toppa með rifnum osti yfir.
Eins og með alla pasta rétti er gott að bera þá fram með góðu hvítlauksbrauði.


Uppskrift eftir Guðrúnu á döðlur og smjör

MatreiðslaMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

 3 stk kjúklingabringur
 1 msk olía
 3 stk hvítlauksgeirar
 ½ stk hvítlauksostur
 200 ml rjómi
 100 ml vatn
 ½ stk Filippo Berio Rautt pesto
 ½ tsk salt
 pipar eftir smekk
 De Cecco Tagliatelline pasta
 Furuhnetur
 Ostur

Leiðbeiningar

1

Skerið kjúklinginn í litla bita og setjið til hliðar.

2

Setjið pönnu á helluna og stillið á miðlungshita, mælið eina matskeið af olíu og setjið á pönnuna, takið utan af hvítlauknum og skerið smátt niður eða kreistið með hvítlaukspressu. Bætið saman við olíuna, leyfið að steikjast í u.þ.b. 1 mín. Bætið þá kjúklingnum saman við og steikið í nokkrar mín.

3

Rífið niður ostinn með rifjárni og blandið saman við kjúklinginn ásamt rjóma, vatni, pestó og salt og pipar. Eldið þangað til að osturinn er allur bráðnaður eða u.þ.b. 5-10 mín.

4

Setjið vatn í pott og leyfið suðunni að koma upp. Setjið þá tagliatelline út í vatnið (gott að áætla um 4-5 einingar á mann) Sjóðið í 6-10 mín eða þangað til að það er orðið al dente.

5

Sigtið vatnið af pastanu og blandið því saman við kjúklinginn og sósuna og hrærið vel saman. Gott er að sáldra nokkrum furuhnetum yfir og toppa með rifnum osti yfir.
Eins og með alla pasta rétti er gott að bera þá fram með góðu hvítlauksbrauði.

Hvítlauks og pestó pasta

Aðrar spennandi uppskriftir