Grilluð tandoori kjúklingalæri með cous cous salati og grilluðu gúrku Tzatziki

  ,

júlí 23, 2020

Hráefni

1 poki Rose Poultry kjúklingalæri (700 g)

4 msk Patak's Tandoori paste

4 msk Filippo Berio ólífuolía

salt og pipar

COUS COUS SALAT

100 g cous cous

300 ml vatn

3 msk Pataks Mango Chutney

2 tsk Oscar kjúklingakraftur

½ rauður chilli

1 stk vorlaukur

safi úr ½ sítrónu

MEÐLÆTI

Patak's Naan brauð

Grillað gúrku Tzatziki

1 stk gúrka

200 g grísk jógúrt

½ búnt kóríander

½ búnt mynta

Leiðbeiningar

1Setjið tandoori paste, ólífuolíu, smá salt og smá pipar á kjúklinginn og blandið vel saman.

2Látið marinerast í 30 mín eða lengur (gott er að marinera yfir nótt).

3Setjið kjúklingalærin á hvínandi heitt grillið í ca 4 mín á hvorri hlið, færið á efri grind í 3-4 mínútur.

4Takið kjúklingin af grillinu í eldfast mót og látið hvíla í 5 mín, áður enn hann er borinn fram.

cous cous

1Setjið cous cous í skál. Sjóðið vatn, kjúklingakraft og mango chutney í potti,

2Hellið svo vatninu yfir cous cous og hrærið með písk, setjið lok eða plastfilmu á skálina og látið standa í 5 mín.

3Bætið sítrónusafa út í cous cous og hrærið aftur með písk, setjið saxaðan vorlauk og saxað chilli yfir og berið fram.

4Smakkið til með salti og pipar.

Grillað gúrku Tzatziki

1Skrúfið grillið í botn og grillið gúrkuna í stutta stund á öllum hliðum þar til hýðið er orðið hálfbrennt að utan.

2Hrærið jógúrtina í skál með lime safanum og rífið gúrkuna á rifjárni yfir.

3Saxið kóríander og myntu og blandið saman við.

4Öllu er hrært saman og smakkað til með ögn salti.

naan brauð

1Pennslið Naan brauðin með olíu og grillið í 30 sekúndur á hvorri hlið

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Lambaspjót með trufflukremi

Sælkeralamb með sveppum og trufflukremi.

Grillað lambalæri

Grillað lambalæri er máltíð sem klikkar seint! Hér er á ferðinni einföld útgáfa af grilluðu lambalæri og grænmeti í álpappírsvasa með kaldri grillsósu. Máltíð sem hentar fullkomlega í ferðlagið jafnt sem heima við!

Eplapanna á grillið

Girnilegt epla pæ í pönnu á grillið eða í ofninn, toppað með Dumle karamellum.