Grillaður Halloumi ostur

  ,

júlí 24, 2020

Hráefni

1 stk Halloumi ostur (ca 200g)

msk Filippio Berio ólífuolía

2 msk hunang

safi úr ½ sítrónu

salt og pipar

1 msk ristuð graskersfræ

1 msk ristaðar salthnetur

Leiðbeiningar

1Skerið ostinn í svipað stóra teninga og raðið á spjót.

2Blandið ólífuolíu, hunangi, sítrónusafa, salti og pipar saman í skál og hrærið vel saman.

3Penslið dressingunni á ostinn.

4Grillið ostaspjótin í 45-60 sek. á hvorri hlið og penslið með meiri dressingu.

5Setjið fræin og hneturnar saman í mortél og myljið í grófan mulning.

6Berið fram með hnetu- og fræmylsnunni og borðið á meðan osturinn er heitur.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Lambaspjót með trufflukremi

Sælkeralamb með sveppum og trufflukremi.

Grillað lambalæri

Grillað lambalæri er máltíð sem klikkar seint! Hér er á ferðinni einföld útgáfa af grilluðu lambalæri og grænmeti í álpappírsvasa með kaldri grillsósu. Máltíð sem hentar fullkomlega í ferðlagið jafnt sem heima við!

Eplapanna á grillið

Girnilegt epla pæ í pönnu á grillið eða í ofninn, toppað með Dumle karamellum.