Chili rækjusalat

  ,

október 16, 2018

Sælkerasalat með risarækjum og parmesanosti.

Hráefni

Rækjur

2 pakkar soðnar Tígrisrækjur frá Sælkerafiski

2 tsk Blue Dragon Minced Hot Chilli chilimauk

1 msk Filippo Berio ólífuolía

2 stk hvítlauksrif

TABASCO® eftir smekk

salt og pipar

Salat

1 box lambhagasalat

200 g kirsuberjatómatar

2 stk vorlaukur

1 stk mangó

1 stk avókadó

1 dl rifinn Parmareggio parmesanostur

Krydd eftir smekk

fersk mynta

Ültje salthnetur

Filippo Berio Extra Virgin ólífuolía

sítrónusafi

Leiðbeiningar

1Blandið chilimauki og ólífuolíu saman og veltið rækjunum upp úr blöndunni.

2Steikið tígrisrækjurnar á vel heitri pönnu í 1 mínútu á hvorri hlið ásamt hvítlauk.

3Kryddið með salti og pipar og TABASCO® eftir smekk.

4Skerið avókadó, mangó, vorlauk og kirsuberjatómata niður og blandið við lambhagasalatið, parmesanostinn og saxaðar kryddjurtir.

5Setjið tígrisrækjurnar saman við salatið.

6Bætið að lokum við myntu, salthnetum, ólífuolíu og sítrónusafa.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Steikt hrísgrjón með risarækjum og tómatchilímauki

Girnilegur risarækjuréttur með spicy bragði.

Einfaldi laxinn sem matvandir elska

Grillaður lax með asísku ívafi.

Tandoori risarækjur

Hinn fullkomni smáréttur.