Þetta þarf ekki að vera flókið, hér erum við með dýrindis pestó spaghettí rétt sem er einfaldur og bragðgóður.

Þetta þarf ekki að vera flókið, hér erum við með dýrindis pestó spaghettí rétt sem er einfaldur og bragðgóður.
Hvernig væri að prófa þessa útgáfu af pastarétti? Einfalt og gott pasta í brauði.
Þetta pasta á rætur sínar að rekja til „Marry me Chicken“ sem er kjúklingaréttur sem er svo góður að það fær alla sem smakka hann til þess að vilja giftast þeim sem útbjó hann!
Rjómalagað humar tagliatelle með stökku beikoni er máltíð sem hljómar flókin en er ótrúlega einföld að útbúa. Fullkomin blanda af mjúku pasta, mildri rjómasósu og humri með smá “crunch” frá beikoninu. Einfalt en algjör lúxus.
Ferskur og sumarlegur pastaréttur! Sítróna og ricotta ostur er blanda sem getur ekki klikkað.
Dásamlega rjómalagað pasta með safaríkum risarækjum, eldað í silkimjúkri Alfredo sósu úr rjóma, hvítlauk og parmesanosti. Fullkomið fyrir bæði hversdagskvöld og veislukvöld – þessi réttur slær alltaf í gegn!
Ef þig langar í ekta ítalskan pastarétt sem er bæði einfaldur og ómótstæðilega bragðgóður, þá er Penne alla Vodka fullkomið val. Þessi réttur sameinar rjómalagða tómatsósu með mildum kryddum, parmesanosti og léttum keim af vodka sem lyftir bragðinu upp á nýtt stig.
Lúxus lasagna með parmesan bechamel sósu. Klassískur ítalskur réttur sem allir í fjölskyldunni eiga eftir að elska.
Ef þið eruð að leita að réttinum sem þið getið ekki hætt að hugsa um eftir fyrsta bita – þá eruð þið á réttum stað! Þetta Turkish pasta er búið að vera allsráðandi á TikTok. Fullkomin blanda af kryddaðri nautahakksblöndu, jógúrtsósu, smjörsósu með papriku, tómötum og steinselju. Þetta er fljótlegt, auðvelt og algjör comfort food sem allir elska.